Í gær var sýnt beint frá Landsfundur Sjálfstæðisflokksins… tók það heilan klukkutíma. Viðtók fréttatíminn, sem var stútfullur af fréttum af xD. Í fréttatímanum var bara talað um að sjálfstæðisflokkurinn boðaði gull og græna skóg, ekkert talað um það að Davíð hefði réttlætt það að Ísland væri á bak við BNA. Síðan kom 12 mínútna viðtal í -Ísland í dag- þar sem sömu þvælunni var ælt út úr sér. Þetta var svo mikill áróður að stöð tvö hefði alveg eins geta sagt í byrjun fréttatímans: “Þessi fréttatími er styrktur af xD”.

Auk þess sem ég er mjög pirraður út í CNN, hvernig þeir lýsa stríðinu eins og fótboltaleik. Með rosa grafík og specs um skriðdreka og byssur, og segja svo: “já, þessi skriðdreki gæti komið sterkur inn hérna megin, en við fáum kannski ekki að sjá hann fyrr en þeir hafa náð þessu svæði og blablabla”… Ömurlegt að fréttastofa stöðvar 2 sé að reyna herma eftir þessu með einhverjum krómafréttum þar sem Brynhildur stendur þarna eins og þvara og bendir eitthvað út í loftið eins og api…

Eini fjölmiðillinn sem ég er ánægður með núna er fréttablaðið…