Bekkurinn okkar var með tíma í jarðfræði um daginn til þess að ræða um Kárahnjúkavirkjun opg ég var fenginn til þess að standAUPP vera með virkjunni; hérna er s.s. mín hlið mála:

Nú á að fara að leggja stór svæði í virkjanir fallvatna norðan Vatnajökuls er hitamál sem mörgum er ofarlega í huga um þessar mundir. Ég sjálfur hef ekki myndað mér fullmótaða skoðun á málefninu en hef reynt að kynna mér málin til þaula og meta hinar ýmsu hliðar þess og draga einhverja smá ályktun af því.
Það er vissulega margt sem mælir gegn virkjunum fallvatna, en ég vill samt sem áður byrja á því að blása á allar röksemdir um óarðbærni, skort á umhverfismati og annað í þeim dúr þar sem málið snýst einfaldlega ekki um það.
Málið snýst nefnilega um grundvallaratriði. Það snýst um aðalmálin í lífi okkar; forgangsröðunina, það hvernig ákvarðanir við sem þjóð tökum, og hverslags skynsemi og samvisku þjóðarsálin hefur.
Aðalmistökin hingað til í þessari umræðu að mínu mati er það hvernig Kárahnjúkavirkjun hefur einhvern vegin verið tekin og stillt upp sem pólitískt þrætuepli sem eyðileggur alla skynsamlega og yfirvegaða umræðu. Þess vegna vill ég ekki blanda slíku í málin og nálgast málefnið frekar á tilfinningalegu nótunum í bland við skynsamlega rökhugsun. Flokksbundin umræða flækir þetta allt. Maður nær engri niðurstöðu, því þótt að eitthvað hafi vantað upp á umhverfismat eða að einhver sé ekki að standa sig í stykkinu þá réttlætir það hvorki né hitt hvort virkja skuli.
Finnum því út aðalatriðin, um hvað þetta snýst.
Snýst þetta um náttúruna? Fólkið? Ferðamennsku? Peninga? Álver?
Þetta er eitthvað sem vert er að íhuga í stað þess sífellt að skjóta sig í kaf í rifrildi yfir þýðingarlausum smáatriðum.
Hvers virði er þetta allt saman?
Fyrir mér, satt best að segja, er leir alltaf að fjúka, hraun sífellt að renna, jarðskorpan einatt að breytast og landið okkar unga sífellt að umbyltast. Þau eru óteljandi stöðuvötnin upp á hálendi og ætli að kárahnjúkalónið verði nokkuð stærst þeirra.
Sú staðreynd að fyrirhuguð virkjun er manngert fyrirbrigði viðrist gera útslagið að um eitthvað sérstakt sé að ræða. Hérna hefur maður velt upp áhugaverðum heimspekilegum hugleiðingum. Það ríkir nefnilega, gott fólk, ákveðinn tíðarandi í vestrænni siðmenningu í dag sem lýsir sig í því að almenningur stendur umhugsunarlaust núorðið með náttúrunni. Það er orðið ákaflega rótgróin afstaða flestra manna að taka alltaf upp málstað náttúrunnar ef hún kemst í deigluna. Þessu hugarfarið virðist líka fylgja það að sérhver manneskja sem velur það að standa með náttúrunni telur sig vera að gera eitthvað nýtt sem er á móti viðtekinni hugsun án þess að átta sig á því að hann ályktar bara nákvæmlega eins og allir aðrir í hans aðstöðu mundu gera í núverandi tíðaranda. Að vera með náttúrunni.
Þetta er að mestu leiti jákvætt. En við megum ekki vera of firrt. Í kjölfar þessa náttúruverndar sjónarmiðs sem er ríkjandi í þjóðfélaginu fylgir það nefnilega óhjákvæmilega að fólk hefur tilhneigingu til að skipta tilverunni í tvennt og líta á heiminn sem tvískiptan, maðurinn á móti náttúrunni. En er það rétt að vera sífellt að aðgreina sig frá náttúrunni? Erum við ekki einfaldlega stórkostlegasta náttúrufyrirbrigðið að mörgu leiti og mannlegar framkvæmdir eitt af ótrúlegustu myndunum náttúrunnar.
Það felst nefnilega ákveðin þversögn í því að vera alltaf að persónugera náttúruna og aðgreina hana frá mönnunum í þeim tilgangi að telja hana að einhverju eða öllu leiti göfugri manninum. Því um leið að maður gerir það er maður ekki að gera neitt annað en að setja náttúruna í mannlegt samhengi og mæla hana með mannlegri mælistiku sem er vitanlega þveröfugt við tilganginn.
Þið skuluð bara vita það að það er ekki síður auðveld að meta náttúruna, óspillta víðernið norðan Vatnajökuls virkjuninni í hag á sömu tilfinningalegu, heimspekilegu nótunum og margir svokallaðir náttúruverndarsinnar freistast til að nota. Þið sem tilheyrið þessum hóp eru einfaldlega börn ykkar tíma, ykkar tíðaranda. Við höfum ekki hugmynd um hvernig viðhorfið verður hjá næstu kynslóð en það er alla vegna mjög ólíklegt að sami tíðarandinn verði við lýði þá enn þá, enda er viðhorf margra nú til dags einfaldlega mjög litað af einfeldni og mjög rökrétt að telja að sú órökvísi sem margir telja algild sannindi nú í dag verði úreld á morgun.
Nóg af heimspekilegu hugleiðingunum, kjarni þess sem ég er að reyna að segja er einfaldlega sú spurning hvað geri ósnerta víðáttu betri en snerta og hverjir fái að ákveða það. Við lifum hér á Suð Vesturlandi í miðri víðáttu snertrar náttúru og unum okkur vel. Ég held að fæstir getir verið sammála því að þær breytingar sem hafa orðið hér og það ansi skemmtilega búsetuskilyrði sem hefur hér skapast fyrir tilverkan mannsins hafi ekki verið nauðsynleg. Þetta virðist ekki pirra nokkra einasta sálu. Auðvitað er ósnortin náttúra góðra gjalda verð en það er líka ósköp þægilegt að hafa hana þarna hinum megin í landinu svo lengi sem það snertir ekki okkur.
EN, við þurfum að virkja. Hvernig ættum við annars að fá rafmagnið okkar. Það er vegna þessara virkjanna sem hafa komið hingað til sem er þess valdandi að mamma og pabbi þurfa af og til að borga rafmagnsreikninginn fyrir allar tölvurnar, sjónvörpin, þvottavélarnar, ískápanna, ljósaperurnar og svo mætti lengi telja . En það er hins vegar staðreynd að sú rafmagnsnotkun, sú sýnilega, er ekki nema brot af því sem við framleiðum af rafmagni nú þegar. Til hvers þurfum við nú allt þetta rafmagn? Til hvers þurfum við að auka enn frekar við raforkuframleiðsluna?
Nú, einhvern veginn verða mamma og pabbi að hafa efni á því að borga alla þessa rafmagnsreikninga. Einhverstaðar verða verðmætin að verða til. Og svo lengi sem þjóð situr á auðlindum sem vel er hægt að nýta er verðmætasköpun ekkert mál og allir geta verið hamingjusamir. Og aðalauðlind íslendinga er fiskurinn í sjónum. En jafnvel sá auður bliknar í samanburðinum við þá fallorku sem hálendið okkar hefur að geyma og býður okkur upp á að nota.
Við gætum vissulega hundsað þessar auðlindir en það þýddi náttúrulega að peningurinn til að borga rafmangsreikninganna myndi þverra og einn daginn myndi slokkna á raftækjunum okkar skemmtilegu. Og fólkið færi. Og öll hin fallega íslenska náttúra fengi loksins að vera í friði, alein í óbyggðu landi.
Og þetta, gott fólk, er nefnilega ekki svo fjarlæg tilhugsun. Maður þarf ekki að fara lengra en á Austfirði til þess að verða var við tómu húsin sem eigendurnir hafa skilið eftir vegna þess að þeim er ekki lengur kleift að sækja í neina auðlind og hafa því þurft að fara. Kannski er kominn tími til þess að gefa þeim tækifæri til þess að nýta sína landkosti og þurfa ekki að yfirgefa staðina vegna þess eins að þeir geta ekki nýtt sér þær auðlindir sem liggja fyrir þeim.

Því það er ekki eins og þeir geti ekkert annað en gefist bara upp og farið, fallorkan er þarna alveg eins og að hún var hér fyrir sunnan. Og þeir geta því fengið rafmagn til þess að nýta ef viljinn er fyrir hendi.
Og það er ætlunin. Og rafmagnið mun breytast í verðmæti í fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði.
Og það er ekki smá búbót og breytir hellingur.
Því efnahagurinn verður að geta hvílt á fleiri en einni stoð. Það hafa við suðurnesjamenn fengið að njóta. Því þótt að kvótinn sé farinn þá hefur ekki Sandgerði fækkað um eina einustu manneskju enn þá. Atvinnan er nefnilega, guð sé lof, svo dreifð. Á flugvöll, herstöð, ferðamennsku og ýmislegt. Ég þekki töluvert af fólki sem vinnur meira að segja í tuttugumínúta fjarlægð í Straumsvík vegna þess að launin þar eru svo há og vinnuaðstæður góðar. Ég leit við á netinu í gærkvöldi til þess að skoða starfsmannskrá Alcan í Straumsvík, og fann ég lista yfir tvöhundruð fastráðið fólk. Allt íslendingar. Og allt í góðum stöðum; það var ekki óalgengt að sjá stöðugildi sem þessi; framleiðsluþróum, vaktstjórar, tölvumál kerskála, búnaður rafgreiningar, fólk í mötuneytum, menntað fólk sem starfar við framleiðsluskipulag, gæðastjórnun, efnarannsóknir, útflutningsáætlanir,fræðslustjórn, áhættugreiningu, flutninga, gjaldkera, umhverfismálarannsóknarstofu, listinn er endalaus.
Það er nefnilega svolítill misskilningur í þjóðfélaginu, fólk heldur að álver sé einhver skítugur, 18.aldar, reykstrompa iðnaður með haug drullugum, útúrkeyrðum verkamönnum á lúsarkaupi. Að álver sé eitthvað sem heyri fortíðinni til og eigi ekkert inni á 21. öldinni. Þetta er einfaldlega ekki rétt.
Reyndar liggur við að maður haldi að fólk sem haldi slíku fram sé eitthvað veruleikafirrt. Er ál að úreldast? Er fólk á nýrri öld á leiðinni að hætta að nota málma? Er það ekki einmitt öfugt, ál er málmur framtíðarinnar, léttur og sterkur og ef eitthvað er á hann eftir að sækja á aðrar málmtegundir. Aldeilis umhverfisinninn sá sem finnst rétta að auka plastnotkun en að álnotkun.
Við erum ekkert að á leiðinni að hætta að nota ál. Álver er hátæknivinnustaður sem krefst mikils fjölda menntaðs fólk ásamt mikinn fjölda ófaglærðra og einkarlega hentugt fyrirbæri til þess ryðja margfalt út frá sér óteljandi möguleiknum. Því að þegar peningarnir eru komnir í hagkerfið munu ruðningsáhrif skapa margfalt fleiri þjónustustörf og slíkt. Á austfjörðum myndi loksins skapast svigrúm til ákveðinnar frumkvöðlastarfsemi og þessháttar þar sem ekki er líft í dag.’

Áhrif álvers eru góð. Um það verður ekki deilt. Jafnvel þótt að hægt sé að reikna út að virkjun sé óhagkvæm á fimmhundruð árum er það svolítið langsótt. Ef virkjun er hagkvæm á hundrað árum er hún réttlætanleg. Anna hefði verið eins og að hafa ákveðið fyrir hundrað árum síðan þegar íslendingar voru fátæk landbúnaðarþjóð að veiða ekki fisk þar sem hægt væri að sjá fram á að eftir hundrað ár, þ.e. í dag, væru fiskistofnanir orðnir hverfandi litlir. Hefði það orðið þjóðinni til góðs? Hefðum við þá ekki einmitt farið á mis við þá gríðarlegu uppbyggingu sem við náðum þó að koma fram á þessum tíma og við njótum góðs á í dag til þess að gera ýmislegt annað en að veiða fisk?
Nei, það er enginn vafi á að álver er góður kostur fyrir austfirðinga.
Spurningin er sú hvort fórnarskostnaðurinn sé ásættanlegur. Ég dreg þá ályktun eftir vandlega íhugun að svo sé. Allavegna stendur það eftir að íslensk þjóð á ekki margar náttúrulegar auðlindir og við verðum því að nýta fiskinn í sjónum og fallorkuna upp á hálendi og það er náttúrulega fullkomið ábyrgðarleysi að reyna að halda öðru fram án þess að benda á aðra lausn.
Hefur einhver aðra lausn?