Jæja framhaldsskólanemendur geta loks tekið gleði sína aftur og farið að hlakka til að mæta í skóla í fyrramálið.

Samningar tókust í kvöld milli framhaldsskólakennara og ríkisins og skv. fréttum á MBL.IS og VISIR.IS er búið að boða nemendur í skóla á morgun mánudag klukkan 11:00.

Búist er við að nú hefjist björgunaraðgerðir til að reyna að klára haustönn 2000 og í byrjun febrúar hefjist síðan vorönnin 2001.

Það er vonandi að þeir sem stefndu að því að útskrifast um jólin nái takmarki sínu og að nemendur séu ekki búnir að gleyma öllum þeim fræðum sem að þeir voru að nema fyrir verkfall.

talsvert hefur orðið um það að nemendur hafi hætt í námi á meðan verkfallinu stóð. Núna er ennþá tækifæri til að hætta við að hætta, nú er bara að mæta á morgun og hlýða á hvaða aðgerða verður gripið til að ljúka síðustu önn.

Ég vill óska framhaldsskólanemendum til hamingju með nýja kjarasamning kennara og það að geta farið að mæta aftur í skólann á ný.

Kveðja,

Xavie