Allah eða Ameríka
The Jakarta Post

Ofstæki í Pakistan

Eftirfarandi er lauslega þýddur hluti úr grein eftir Pervez Hoodbhoy við Quaid-e-Azam University í Islamabad í Pakistan, greinin birtist í The Jakarta Post þann 17 mars síðastliðinn. Hún fjallar að hluta til um afleiðingar þess að Talibanar voru hraktir frá völdum í Afghanistan og flúðu margir hverjir til Pakistan. Greinin bar fyrirsögnina “Stopping fanaticism in Pakistan”, eða Að stöðva ofstæki í Pakistan.
“…það er núna áberandi augljóst að stór hluti al-Qaeda og forystumanna þess hefur kosið að flýja til Pakistan frekar enn eitthvert annað. Þetta ætti að vera augljóst öllum þeim sem urðu vitni að “milljón manna göngunni” sem átti sér stað í Karachi nýlega og var skipulögð af nýstofnuðum samtökum trúarlegra flokka, nefnd MMA. Gangan var farin til þess að mómæla yfirvofandi árás Bandaríkjanna á Írak. Göngumenn brenndu brúður af Bush og Blair en spjöldum með brosandi ásjónu bin-Laden umvafin blómakrönsum var hampað. Ræðumenn ásökuðu ríkisstjórn Musharafs um drottinssvik og formæltu samvinnu þeirra við FBI við að handsama al-Qaeda meðlimi.
Áður en hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin áttu sér stað og síðan brottrekstur Taliban frá Afghanistan, áttu trúarlegir flokkar fá sæti á þingum í Pakistan, hvorki héraðsþingum né landsþingi. Gremja í garð BNA í kjölfar sprengjuárása á Afghanistan olli gífurlegri fylgisaukningu við trúarlega flokka. Nú hefur MMA náð því að mynda héraðsstjórnir í tveimur af fjórum héruðum Pakistan, í Baluchistan og í Landamærahéraðinu, (the Frontier). Því hefur verið lýst yfir opinberlega að þessi héruð ætli sér að kollvarpa samstarfi Pakistan við BNA.
Stofnun MMA og valdataka þeirra á vafalaust eftir að gjörbreyta utanríkisstefnu Pakistan og einnig þjóðfélagsmynstri og menningu. Næstum strax eftir að nýju héraðsstjórnirnar settust að völdum var bannað að leika tónlist í almennum flutningatækjum, strætisvagnar og langferðabílar urðu nú að stoppa og bíða meðan bænahald átti sér stað fimm sinnum á dag, myndbandaleigum og kvikmyndahúsum var lokað. Dægurlagasöngvurum hefur verið hótað, þeim hefur verið rænt og bannað að syngja opinberlega. Og frekari bönn eru á leiðinni gegn um þingið og eru í anda Talibana, þar er konum bannað að yfirgefa heimili sín nema algerlega huldar kuflun (jilbab) og í fylgd með siðgæðisgæslumanni, verslanir mega ekki auglýsa dömubindi né undirföt, það verður bannað að selja háreyðingarkrem eða olíur, notkun á vellyktandi og farða verður bönnuð, konur mega ekki nýta sér klæðskera karlmanna, karlkyns læknar mega ekki lækna konur, konur mega ekki nota sundlaugar á hótelum. Blandaðir skólar hafa verið sannaðir að því að valda hórlífi og verða því aflagðir. Fjölskylduráðgjöf hefur verið dæmd and-íslömsk og verður bönnuð svo og sala getnaðarvarna.”…

Greinin heldur áfram og veltir því fyrir sér hvað skilningsleysi BNA á raunverulegu ástandi í þessum heimshluta geti gert mikinn skaða, síðan segir,…

…” Til þess að þóknast öfgamönnum, þá hafa yfirvöld nú leyst úr haldi herskáa forystumenn sem fangelsaðir voru fyrir um ári síðan og ganga þeir nú lausir. Í hljóðritaðri ræðu sem formaður hreyfingarinnar Lashkar-I-Tayyaba, Hafiz Saeed, heldur, og spiluð var í moskum í Rawalpindi á Kashmir Degi, spyr eldklerkur þessi: Allah hefur sagt okkur að búa til kjarnorkusprengjur, BNA segir okkur að gera það ekki. Ó múslimar, hvorn eigum við að hlusta á, Allah eða Ameríku? …..
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.