Maður sem ég kannast við kom í heimsókn til mín um helgina, ég kynntist honum þegar ég var í Iðnskólanum, hann er aðeins eldri en ég og umræðan fór að snúast um líkamsárásir. Hann sagðist hafa kært líkamsárás fyrir einhverjum árum og sagði að í meðferð á málinu þá var það haft þannig að nokkrum málum var safnað saman í pakka, og hann talaði um að sá pakki hafi hljóðað upp á um 30 líkamsárásir, og þá fyrst var farið af stað og maðurinn kærður, svo voru sum þessara mála látin falla niður.

Þetta fékk mig til að hugsa því fyrir um 4 ? 5 árum kærði ég einnig líkamsárás sem átti sér stað í miðbæ Rvk og þá var einn sem reyndi að sparka sundur á mér hnén plús fleira sem gekk á. Í skýrslutöku hjá lögreglu kom fram að þessi maður er góðkunningi lögreglunar og er eða var með fjölda mála sem einmitt var verið að safna í svipaðan pakka og kunningi minn talaði um, og það sem mér finnst stór furðulegt við þetta er að réttarfarskerfið á íslandi virðist leifa mönnum að fara um bæinn berjandi mann og annan og það er ekki fyrr en eftir nokkra tugi líkamsárása að það er gefin út ákæra.

Ég var að velta fyrir mér hvort það sé líka þannig í nauðgunarmálum að nauðgarar komast upp með 30 nauðganir, og þeim málum safnað saman í einn pakka og svo loks ákært. Af þeirri skilgreingínu sem ég hef lesið þá flokkast nauðganir undir líkamsárás og ofbeldisglæpi. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort einhver hér hefur svipaða sögu að segja af Íslensku réttarfarskerfi.

Plús það að það er ómögulegt að vinna svona skaðabótamál á íslandi, lögfræðingurinn sem tók mitt mál að sér hefur alveg 110% vitað það, og hann er í raun að hafa af mér peninga vís vitandi því í svona málum verður maður að sýna fram á varanlega örorku til að geta dreymt um að fá einhverjar bætur. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort maður kæmist upp með að berja dómara þrjátíu sinnum áður en það er gefin út ákæra á mann. Í raun segir þetta manni að maður getur komist upp með að fara niður í miðbæ og berja fólk. Bara að passa að berja það ekki of illa.

Ég rak upp stór augu um daginn, þá var einhver prestur sektaður fyrir að slá mann og ég gat ekki annað en velt fyrir hver fjandann gengur á í þessu þjóðfélagi, það er hægt að sekta prest fyrir að gefa einhverjum löðrung. En ef einhver reynir að sparka sundur á mér hnén þá er málið felt niður.