Ég bara skil ekki hvernig hlutirnir virka hérna. Í gær las ég grein í DV þar sem var fjallað um mann sem hefur ítrekað ráðist á konur, sem ennþá gengur laus. Þrjár konur hafa þegar kært manninn, en ekkert virðist samt vera gert í málunum þó svo að maðurinn sé augljóslega ekki heill á geði og stórhættulegur. Ég verð nú bara að segja það að manni líður nú ekkert sérstaklega vel yfir því að vita til þess að svona maður gengur laus, þó svo að það séu eflaust fullt af svona fólki á meðal okkar.
En mér finnst þetta nú bara benda til þess að það þurfi að koma þessum manni inná stofnun því hann er greinilega ekki heill á geði og svoleiðis fólki þarf að koma fyrir einhversstaðar þar sem það er ekki skaðlegt sjálfum sér og öðrum.
Ég skil bara ekki hversvegna ekkert virðist vera gert í þessu, og ekki bara þessu máli heldur mörgum öðrum. Það er aldrei gert neitt í málunum fyrr en allt er komið í óefni og jafnvel kanski einn eða fleiri dauðir.