Fjórtán ára gamall drengur í bænum Bodø í Norður-Noregi fékk um daginn hjúskapartilboð frá fjölda rússneskra kvenna.

Tommy Nyheim fékk bréf með myndum og upplýsingum um þær Tönju, Jelenu, Tatjönu og Jepinu og fleiri rússneskar konur á aldrinum 26-34 ára sem allir eru að leita sér að eiginmanni. Sumir þeirra sögðust vera með börn frá fyrra hjónabandi. Tommy hefur ekki fengið neinar skýringar á því af hverju hann skyndilega varð svo vinsæll hjá rússnesku kvenþjóðinni, en samkvæmt því sem fram kemur í bréfinu er það sent frá fyrirtækinu Isis í Tromsø. Ekkert fyrirtæki undir þessu nafni er þó á skrá í Norður-Noregi.

Tommy fékk jafnframt sendan pakka í póstkröfu upp á um fjögur þúsund krónur frá sama fyrirtæki, líklega með nánari upplýsingum um rússnesku konurnar. Hann hyggst þó ekki leysa pakkann út, bæði þykir honum hann vera dýr, og jafnframt er hjónaband ekki á dagskránni alveg á næstunni.

Frá þessu segir í norskum netfjölmiðlum.
“Austin.. I´m your father…”