Ég var að skoða mbl.is í dag og þar var talað um mann sem að var búinn að brjóta af sér út um allt land, hér var um að ræða þjófnaði nytjastuldi, fjársvik, skjalafals, umferðalagabrot og eignaspjöll. Hver skildi svo refsingin vera fyrir þennan pakka. Jú 12 mánaða fangelsi þar af 9 mánuðir skilorðsbundið. Við erum að tala um mann sem að er á þessum tíma búinn að valda tugum ef ekki hundruðum(kannski verða fleiri en einn fyrir hverju broti) manna fjártjóni og óþægindum. Hann þarf að sitja inni í 3 mánuði og borga 300.000 krónur í sekt.
Nú er það ekki neitt keppikefli af minni hálfu að þessi tiltekni maður fái harðari refsingu(fyrir utan það að það er búið að dæma og málinu líklega lokið af allra hálfu) en er eitthvað tilboð í gangi á afbrotum er annað eða þriðja hvert brot ókeypis.
Hver er staða hinns almenna borgara sem verður fyrir þessu. Margir eru tryggðir en það er ekki málið því að því tjóni er velt yfir á þá sem að kaupa tryggingar. Þegar brotist er inn í bíl eru gjarnan brotnar rúður og síðan er hljómtækjum stolið með tilheyrandi skemmdum á bílnum, þegar tölvu í fyrirtæki er stolið þarf ekki mikið til að tjónið hlaupi á hundruðum þúsunda. Þeir sem að eru að brjótast inn valda venjulega mun meira tjóni en virði þess sem þeir hafa á brott með sér og miðað við þennan dóm er lítið sem að letur menn til þess. Ég meina eru skilaboðin ekki þau að ef þú ert búinn að brjóta af þér er bara um að gera að drífa í að gera bara meira af því til að geta nýtt afsláttinn. Við erum að tala um mann sem að fremur milli 60 og 70 glæpi sem þýðir að hver glæpur táknar 1-2 daga í fangelsi. Þess má geta að fyrir þá sem að eru ekki með afsláttarkort er vararefsing(ef þú borgar ekki sektina) við því að gefa ekki stefnuljós 1 dagur í fangelsi.
Ég veit ekki um ykkur en mér finnst þetta ekki eðlilegt.