Ég hef eins og fleiri fylgst með unræðunni undanfarna daga um ásakanir um mútur og rasseríur gegn ákveðnum fyrirtækjum. Davíð Oddson hefur þar til fyrir um ári síðan verið farsæll með núverandi ríkisstjórn. Þá fórum við að fá reiðis köstin í fréttum og svo toppaði hann allt með að kalla einn af okkar rithöfundum á fund með sér vegna þess að hann hafði tjáð sig opinberlega í fjölmiðlum um eitthvað sem Davíð var ekki allveg sammála.

Nú síðast málið með Baug og allt það, hér að neðan eru ástæður þess að ég hef meiri trú á að Hreinn Loftsson sé að segja sannleikan heldur en Davíð Oddson forsætisráðherra.

- Davíð sagðist aldrei hafa heyrt um Sullenberger(held það sé ritað svona) en samt minntist hann á hann á fundi með Hreini í London ári áður.
- Þegar Davíð var spurður afhverju hann hefði ekki kært Jón Ásgeir og/eða Baug fyrir mútur strax, svaraði hann því við að þetta hefði verið tveggja manna tal og því aðeins orð gegn orði en hann hefði samt minnst á þetta við lögreglustjóra. Seinna þegar það er farið að ganga að Davíð í þessum málum þá allt í einu kemur aðstoðarmaður hans og segist hafa verið á staðnum og frásögn Davíðs sé rétt! Humm…afhverju kom hann ekki sem vitni strax?
- Hreinn Loftsson svaraði því til að hann hefði aðeins verið á seinni fundi þeirra félaga og ekki einu sinni allan tímann þvi hann hefði skroppið frá í öðrum erindagjörðum um tíma.
- Það þarf líka ansi mikið fyrir samstarfsmann Davíðs til margra ára að rísa upp, segja sig úr einkavæðingarnefnd vegna þess að hann telji ofsóknir á hendur þess fyrirtæki sem hann starfar hjá vera viðbúnar.
- Hver hefur “the guts” til að bjóða í alvöru forsætisráðherra mútur þegar vitað er það gæti skaðað fyrirtækið svo ummunar ef af því fréttist.

Það hefur löngum veið vitað að Davíð og félagar(Hannes H og hinir sem verða samtímis sammála Davíð sama hvað hann segir) hafa verið á móti Baugi. Einnig hefur Jón Ólafsson og Norðurljós verið sakaðir um hin ýsmu mál. Í stað þess að vera með endalausar ásakanir gagnvart þessum fyrirtækjum, afhverju koma þessir menn ekki með þessar sannanir sem þeir segjast hafa undir höndum og leggja þær á borðið? Gæti verið að þetta sé “öfund” útí þá sem hefur gengið vel að byggja sín fyrirtæki og eru að hagnast verulega af því núna og neita jafnvel að greiða uppsett gjald í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins? Því það er vitað en ekki rætt að Sjálfstæðisflokkurinn setur upp “gíróseðla” til fyrirtækja þar sem þeir ákveða upphæðina og í staðinn fá fyrirtækin “velvild” stjórnvalda. Það er vitað að einn daginn sagði Jón Ólafsson bara NEI við uppsettri greiðslu og hefur æ síðan verið undir ásökunum frá liðsmönnum sjálfstæðisflokksins.

Nú hefur Davíð og hann samstarfsmenn innan Sjálfstæðisflokksins bara gengið of langt. Og þá sérstaklega Davíð. Hann hefur setið of lengi í stjórnarráðinu og er nú búinn að mála sig útí horn með þessum ásökunum sem munu að líkendum binda endi á hanns pólitíska feril. Sjálfstæðisflokkurinn er ágætur flokkur og hefur stjórnað landinu vel en ég sé ekki annað fært fyrir þá en að fara að taka sér pásu og átta sig á því að þeir eru ekki einhverjir “puppet masters of Iceland”.
Magnus Haflidason