Kjarnorkusprengjan er sverð Islams Það var laugardagskvöldið 7. júní að stór atburður átti sér stað í Írak. Kannski að hann hafi gleymst með tímanum, en það breytir því ekki að ef þessi atburður hefði ekki átt sér stað, þá væri staðan allt önnur við Persaflóa.
***********
Atburðurinn
***********
Kl 17:00 á áðurnefndu kvöldi héldu tvær F16 ásamt tveimur F15 orrustuflugvélum ísraelska flughersins áleiðis til Íraks.
Markmið þessarar ferðar var að eyðileggja kjarnorkuverið “Osirak” í nánd við Bagdad. Flugvélarnar snéru heim óskaddaðar eftir að hafa skilið eftir sig rjúkandi rústir kjarnorkuversins.
Íranir höfðu reynt það sama, þegar stríðið á milli Írans og Íraks varði. En kjarnorkuverið slapp frá skemmdum.
Írakar fengu aðstoð Frakka og Hollendinga við byggingu versins, og unnu tæknimenn á þeirrra vegum þar. Ísraelar grunuðu að Írakar ætluðu sér ekki eingöngu að búa til rafmagn, heldur líka kjarnorkusprengju.
Þetta drógu útlendir sérfræðingar í efa. Þeir bentu á að Írakar hefðu undirritað samkomulagið um stöðvun á dreifingu kjarnorkuvopna og höfðu tjáð sig fúsa til að hlíta eftirliti alþjóðakjarnorkunefndarinnar, gagnstætt Ísraelum sem ekki höfðu samþykkt slíkt.
******
Árásin
******
Flugleið vélana fjögra lá yfir Egyptaland, Jórdaníu og Saudi Arabiu. Reyndar urðu Jórdanir vélana vart og miðuðu þær út frá jórdanskri flugstöð og kölluðu þeir þær upp.
Þetta vorur Ísraelarnir undir búnir og svöruðu þeir á arabísku. Þeir sögðust vera Saudiaarabar á æfingaflugi.
Þegar komið var yfir á íranska grund, þá urðu Írakar þeirra ekki varir, og árásin á kjarnorkuverið tók aðeins 10 sekúndur. En á þeim tíma voru hvorki íranskir né franskir tæknimenn í verinu. Samt létust þrír manns.
Loftvarnarlið Íraka hófu allt of seint skothrið og hæfðu enga vélana.
********
Eftirmál
********
Verkið var lofað heima fyrir í Ísrael en ekki að utan. Árásin sætti harðri gagnrýni frá öryggisráði SÞ og greiddu jafnvel Bandaríkjamenn atkvæði með að fordæma þetta athæfi Ísraelmanna. Írakar strengdu þess heit að endurbyggja verið og var lofað stuðningi frá Saudi Araöbum.

Þetta er úr fréttum frá árinu 1981

*****************
Eftir á að hyggja
*****************

Hvernig myndu málin standa í dag ef Ísraelar hefðu ekki eyðilagt kjarnokuverið sem enn var ekki fullklárað.
Þá væru Íraka líklegar með kjarnavopn í dag, og gætu kúgað í krafti þeirra.
Þá hefðu þeir einnig haft kjarnavopn í flóastríðinu 1990, en Sadam er drengur góður, Sadam er frændi minn.

Heimildir Árið 1981,Bókaútgáfan Þjóðsaga 1981

Kveðja
Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.