Ég vil byrja á því að taka það fram að ég á engann heiður af þessu, mér barst þessi ræða í tölvupósti og fannst hún mjög áhugaverð. Það hafa eflaust fleiri hérna séð hana en ekki endilaga allir.

Ræða Harolds Pinter sem hann hélt þegar hann var gerður að heiðursdoktor
við háskólann í Torino á dögunum.

“Ég er djúpt snortinn að verða þessa heiðurs aðnjótandi frá svo merkum
háskóla. Fyrr á þessu ári var ég skorinn upp við krabbameini. Aðgerðin
og fylgikvillar hennar voru Iíkust martröð. Mér leið eins og manni sem
syndir í kafi í djúpu, dimmu, endalausu úthafi. En ég drukknaði ekki og
ég er mjög feginn að vera á lífi. Ég vaknaði hins vegar upp af minni
persónulegu martröð inn í aðra lævísari martröð alls almennings;
martröð bandarískrar sefasýki, fáfræði, hroka, heimsku og yfirlætis;
öflugasta þjóðríki sem heimurinn hefur kynnst heyr stríð gegn heiminum.
”Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur” hefur Bush forseti
sagt.

Hann hefur líka sagt: “Við munum ekki láta hræðilegustu vopn heimsina
vera í höndum verstu leiðtoga heimsins.” Hárrétt. Líttu í spegilinn
knningi. Þetta ert þú. Bandaríkin eru á þessari stundu að þróa
hátæknileg kerfi göreyðingarvopna og þau eru tilbúin að beita þeim þar
sem þeim þykir henta. Þau eiga meira af þeim en aðrar þjóðir heimsins
samanlagðar. Þau hafa hundsað alþjóðlegar samþykktir um líffræðileg og
efnafræðileg vopn og hafnað eftirliti með verksmiðjum sínum. Hræsnin
að baki opinberum yfirlýsingum þeirra og athafnir þeirra sjálfra eru
nærri því fyndnar. Bandaríkin trúa því að dauði þeirra þrjú þúsund sem
létust í New York séu einu dauðsföllin sem skipta máli. Dauði annarra
annars staðar er óraunveruleg?ur, fjarlægur og skiptir ekki máli.

Aldrei er talað um þau þrjú þúsund sem féllu í Afganistan. Aldrei er
talað um þau hundruð þúsunda írakskra barna sem hafa dáið vegna
viðskiptabanns Bandaríkjanna og Bretlands, sem hefur hindrað að þeim
berist nauðsynleg lyf. Aldrei er talað um áhrifin af hertu úrani sem
Bandaríkjamenn notuðu í Flóabardaga. Geislun í Írak er hryllilega
mikil. Börn fæðast án heila, án augna, án kynfæra. Úr eyrum þeirra,
munni og endaþarmi rennur eingöngu blóð. Aldrei er talað um dráp á tvö
hundruð þúsund manns á Austur-Tímor árið 1975 sem stjórnvöld í
Indónesíu stóðu að og nutu til þess hvatningar og stuðnings
Bandaríkjanna. Aldrei er talað um þá hálfu milljón manna sem látiat hafa
í Chile, EI Salvador, Níkaragúa, Úrúgvæ;, Argentínu og Haítí í
aðgerðum sem Bandaríkin studdu og fjármögnuðu. Ekki er lengur talað um
þær milljónir manna sem létust í Víetnam, Laos og Kambódíu. Varla er
talað um örvæntingarfulla baráttu palestínsku þjóðarinnar þótt þar í sé
fólginn kjarni óróa heimsins. Hvílíkt dómgreindarleysi gagnvart
nútíðinni og hvílíkur misskilningur á sögunni. Fólk gleymir ekki. Það
gleymir ekki dauða samferðamanna sinna, það gleymir ekki pyntingum og
limlestingum, það gleymir ekki óréttlæti, það gleymir ekki kúgun, það
gleymir ekki hryðjuverkum stórvelda. Og það gerir meira en að gleyma
ekki. Það berst á móti.

Hryllingurinn í New York var fyrirsjáanlegur og óumflýjanlegur Það var
gagnárás vegna stöðugra og kerfisbundinna ríkishryðjuverka af hálfu
Bandaríkjanna um árabil í öllum heimahlutum. Almenningur í Bretlandi er
nú hvattur til að “vera á verði” vegna hugsanlegra hryðjuverkaárása.
Orðalagið út af fyrir sig er fáránlegt. Hvernig er hægt að “vera á
verði”. Hafa trefil fyrir andlitinu til að verjast eiturgasi? Hins vegar
eru hryðjuverkaárásir næsta líklegar, sem óumflýjanleg afleiðing
fyrirlitlegrar og skammarlegrar þjónkunar (breska) forsætisráðherrans
við Bandaríkin. Að sögn var nýlega komið í veg fyrir eiturgasárás í
neðanjarðarlestarkerfi Lundúna. Slík árás getur engu að síður átt sér
stað. Þúsundir skóla?barna ferðast daglega með neðarðjarðarlestunum í
London. Ef þau deyja af völdum eiturgasárásar hvílir ábyrgðin alfarið á
herðum forsætisráðherrans. Ekki þarf að taka fram að forsætisráðherrann
ferðast ekki með neðanjarðarlestunum. Fyrirhugað stríð gegn Írak er í
rauninni skipulagt fjöldamorð á óbreyttum borgurum til þess að bjarga
þeim undan harðstjóra sínum.

Bandaríkin og Bretland fylgja nú braut sem mun eingöngu leiða til
aukningar ofbeldisverka í heiminum og að lokum enda með skelfingu. Hins
vegar er augljóst að Bandaríkin brenna í skinninu að ráðast á Írak. Ég
er sannfærður um að þau muni gera það, ekki eingöngu til að ná
yfirráðum yfir olíulindum Íraks, heldurvegna þess að stjórnvöld í
Bandaríkjunum eru blóðþyrst skepna. Sprengjur eru þeirra eina
tjáningarform. Við vitum að fjöldi Bandaríkjamanna er skelfingu lostinn
vegna afstöðu stjórnar sinnar en hann virðist ráðalaus. Ef Evrópuríkjum
tekst ekki að ná samstöðu, skynsemi, hugrekki og vilja til að standa
gegn valdi Bandaríkjanna eiga þau ekki annað skilið en skilgreiningu
Alexanders Hetzens (sem birtist í dagblaðinu Guardian á dögunum): "Við
erum ekki læknarnir. Við erum sjúkdómurinn”.