Það var smá spurning hvert ég ætti að setja þessa grein en þar sem þetta efni snýr að flestum sem fara inn á Deigluna þá ákvað ég að setja það hér. Fyrir stuttu sá ég grein um það að menn ættu að sniðganga kvikmyndahús vegna þess hversu dýrt það væri og þótti mér það gott mál. Vandinn er hinsvegar sá að íslendingar hafa ekki þótt góðir í því að standa saman í mótmælum og flestir væntanlega gleymt því ef þeim hefur langað að sjá einhverja kvikmynd í bíó síðustu daga. Sjálfur hef ég haft gaman af því að fara í kvikmyndahús en undanfarið hef ég forðast það einmitt vegna þess hversu dýrt það er. Fyrir mig kostar það á 16-1700kr að kaupa bíó-miðann( maður fer sjaldnast einn í bíó) og þá á eftir að kaupa sætindi.
Svona mánuði fyrir áramót var skipt um nafn á vídeóleigu í Eddufelli og heitir hún nú Bónusvídeó. Til þess að auglýsa þetta var ákveðið að lækka verðið á nýjum myndum um helming + ein gömul með(250kr). Þremur mánuðum seinna eru þeir ennþá með sama verð og allan þennan tíma hef ég sniðgengið aðrar leigur og kvikmyndahús. Mér finnst þetta, frá sjónarhorni neytendans, mjög þarft mál.
Það er alveg vitað mál að ungt fólk eru þeir sem halda upp þessum atvinnugreinum og því ættu þeir að láta til sín taka, sem hagsmunaaðilar. Það er ekki seljandinn sem ræður heldur kaupandinn. Ef kaupandinn er ekki tilbúinn að greiða það verð sem sett er upp þá verður seljandinn að lækka það. Það er ekki nóg að skammast við afgreiðslufólkið heldur verður maður að hætta að kaupa vöruna. Þetta gildir líka um bíómiða. Þetta eru ekki nauðsynjavörur heldur afþreying- það erum við sem stjórnum þessu. Maður öðlast ekki fallegt líf af því að fara í bíó þó að þeir sendi út fallegt fréttabréf á netinu. Það er notuð sama hugmynd og með Coka cola- drekktu mig og þú verður fallegur. Blindir neytendur er það sem við erum, það er fjölmörg dæmi þess.
Ég er tilbúinn að fara í það kvikmyndahús sem selur miðana á 600 krónur, hinar myndirnar get ég séð á 250 krónur. Nú eru margar stórmyndir á leiðinni í kvikmyndahús. Ef að þeir sem stjórna kvikmyndahúsunum sjá framá dræma aðsókn á þær hafa þeir ekki aðra möguleika enn að lækka miðaverð. Fyrir utan það þeir myndu sennilega þéna mun meira á því að lækka verðið þar sem mun fleiri myndu láta sjá sig og hei það eru nú líka komnar hálftíma auglýsingar á undan sem við erum að borga fyrir að sjá.
Þá er það spurning mín til ykkar: Hvað eruð þið tilbúin að borga fyrir eina kvikmynd og halfa klukkustund af auglýsingum?

Kveðja Gargantúi