Í forystugrein Moggans í dag er fjallað um reiðiskast Chiracs gegn nýju NATO og tilvonandi ESB þjóðum, þar sem hann sagði þeim nánast að fylgja “flokkslínunni” ella hafa verr af.

Þetta lítur sérstaklega illa út fyrir frakka í ljósi ummæla þeirra um einstreingingslega utanríkispólitík BNA. En þetta er ekkert nýtt, frakkar hafa alltaf talið sig geta sett sig skör hærra en annara, þurfa ekki að taka tillit til þeirra, einfaldlega af því að þeir eru frakkar. Þetta mikilmennskubrjálæði þeirra brýst t.d. úr á bastilludaginn þegar þeir halda hersýningar sem sjást hvergi nema kannski í fyrrverndi sovétlýðveldum eða í þriðjaheiminum.

Man fólk eftir kjarnokrutilraunum frakka í Kyrrahafinu fyrir nokkrum árum sem ollu reiði víð um heim ? Frakkar létu alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og sprengdu sínar kjarnorkusprengjur, líklega til að minna á hvað þeir væru merkilegir. Og nú síðast móðga þeir margar þjóðir með því að bjóða einum illræmdasta einræðisherra Afríku, Mugabe til Afríkufundar í París. Þetta kemur sérlega illa við Breta en Frakkar hafa gaman að því að gera lítið úr þeim þó margur Tjallin hafi fallið á vígvöllum Frakklands við að verja frakkland, en frakkar sjálfir hafa verið frekar lélegir við það.

Frakkar töldu sig verða að bjóða villimanninum Mugbe til að fá allan hina á fundinn, en til hvers er þessi fundur annars. Jú, hann er eitt hálsmstráið sem Chriac grípur til að gera sig breiðan, lofa þeim öllu fögru um hvernig Frakkar ætli að bjarga Afríku, bla bla. En hverjum er ekki sama ? Er einhver að spá í Afríku ?

Frakkar eru sárir yfir að enskan og Bresk/Bandarísk menningaráhrif eru að breyðast út meðan franskan á í vök að verjast, líka heima fyrir. Það er viðburður ef franskt lag verður vinsælt utan landsteinana, til að fá fólk á myndir sýnar ganga franskir kvikmyndaleikstjórar sífellt lengra í klámi og ofbeldi. Það er búið að heilaþvo heimsbyggðina með því að franskur matur sé bestur, en flestir verða svo fyrir vonbrigðum og fara frekar á McDonalds, sem frakkar reyndar sækja einna þjóða mest í !

Se la vie.