Hvernig væri að byrja á því að þakka löggunum fyrir að hreinlega nenna þessu..
löggann er með skíta kaup og margir hverjir vinna hverja helgi til að ná endum saman.. þetta er ekkert grín sko..
það er verið að skera niður mannskap og sameina sem leiðir til þess eins að það verður meira álag á blessuðu löggunum ..
………….Og ekki hækkar launaseðillinn ……….
það er ekki endalaust hægt að bæta á.. Það verður að byrja á byrjunn, sem sé að bæta við stöðugildum og hækka launin..

'Eg er því alveg sammála að þetta sé slítandi starf.. ‘I reykjanesbæ þar sem flestir þekkja flesta er mikið búið að ganga á stuttum tíma.. þjófnaður ,Dóp , slys, og morð..
’I litlu samfélagi er það löggan okkar sem kemur á vettvang og er jafnvel að horfa á vini og vandamenn, litlar frænkur og litla frænda og það að sjá fjölskyldu sína falla í ólifnað, drykkju og dóp, og það versta að sjá eftir mannslífum

Er okkur ekki nær að fara að hugsa um okkur sjálf og slappa af í umferðinni..Það kostar okkur ekki neitt en hver veit nema að við fáum að njóta þess að vera lengur til og fáum að hafa Þá sem eru okkur næstir lengur.. Fáum að sjá brosin og allt það góða sem okkur er minnistæðast..
… hvernig væri standa með þeim núna sérstaklega þar sem að er mikill annatími…

Þetta er mín skoðun á þessu máli og vonandi flestra ..