Mig langar að segja nokkur orð varðandi alla þessa vitleysu sem er að koma upp varðandi Stef mafíuna og tónlist sem sótt er á netinu.

Ég verð að segja að fyrir mig þá er ég nú með eitthvað af tónlist í tölvuni minni “ tek það fram að það er mikið til af mínum eigin löglega keyptum diskum ” enn eitthvað er ég með af lögum sem eru sótt á netinu. Yfirleitt held ég að fólk sem sækir tónlist af netinu og virkilega fílar þá tónlist sem það sækir, þá endar það úti næstu plötubúð til að kaupa diskinn, Það geri ég allavega.

Hver vill annars eiga fullan diskarekka af góðri tónlist á skrifuðum diskum í lélegum pappahulstrum sem stendur á Traxdata eða Memorex eða hvað allir þessir diskar heita ???

Ég vill frekar líta á þetta sem góða kynningarstarfsemi fyrir góða tónlistarmenn, ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það þegar ég heyri bara eitt lag af einhverjum disk í útvarpinu og finnst það lag gott, þá kannski fer ég og kaupi diskinn rándýru verði, en hvað kemur svo í ljós þegar ég fer að spila diskinn ??
Þetta eina lag sem ég heyrði var rosalega gott en restin af diskinum er eintómt rusl sem ég hlusta aldrei á.

Ég held að það sé almennt markaðssetningin sem veldur því að bara bestu lögin af einhverjum disk, eða lög sem markaðsetjendur telja að geti náð eyrum hlustenda séu spiluð í útvarpi.
Því jú maður hleypur ekki út í búð og kaupir disk með einhverju sem maður einfaldlega hlustar ekki á. það er spilað eitt og eitt lag svona rétt til að ginna neytjendur til að kaupa diskinn….
Er einhver sammála mér með þetta ??

Stef er hreinlega ekkert annað en samband lélegra tónlistarmanna sem nenna ekki að vinna almennilega vinnu, vegna þess að þeir eru lélegir tónlistarmenn, ekki man ég eftir því að hvort sem er “ Bubbi/Megas/Írafár/Í svörtum fötum ” bara svo dæmi séu tekin, hafi mikið verið að kvarta opinberlega yfir því að fá ekki stefgjöldin sín ?? þessir tónlistarmenn eru jú heimsklassa tónlistarmenn og SELJA sínar plötur vel eins og svo margir fleiri. Það eru bara svona andskotans vælukjóar eins og Maggi hjá stef sem nenna ekki lengur að reyna að semja tónlist af því að enginn kaupir diskana þeirra, sem eru að væla þetta yfir stefgjöldum……….

Ég vona bara að þessir menn fari að vakna upp af vondum draumi og skilja að flest forrit þar sem hægt er að sækja tónlist, er einfaldlega góð leið til að ná til hlustenda, ekki get ég séð sem maður kominn af unglingsárum, að unglingar í dag sitji yfir útvarpi til að hlusta á góða tónlist, í dag fer þetta allt saman fram á internetinu og ættu allir góðir tónlistarmenn að reyna að nýta þetta tækifæri sem Internetið er, til að kynna sína tónlist þar sem ungir góðir neytendur eru.

Ekki æpa/emja/væla/grenja eins og stef er að gera til að reyna að kría út einhverjar skitnar krónur, því að jú ef hvergi má spila eða hlusta án þess að vera að dæla út allskonar vitleysings BOÐUM og BÖNNUM, ÞÁ SELST ENGIN TÓNLIST………………… vegna þess að enginn heyrir hana…

Að lokum :Þ

Þegar ég heyri um lokun á netmiðlum þar sem hægt er að sækja sér tónlist og annað. Þá rifjast upp fyrir mér setning úr þætti í sjónvarpi sem fjallaði um þróun Manna/dýra/tækja.

NATURE ALWAYS FINDS A WAY …
Tónlist Er/Verður/Og mun vera ALLTAF aðgengileg á internetinu.

Kveðja
Geiriv