Rúnar Bjarki Ríkharðsson var í dag dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir manndráp og nauðgun í Keflavík í vor. Hann var einnig dæmdur til að greiða á fimmtu milljón króna í skaðabætur og launa verjanda síns og réttargæslumanna aðstandenda stúlkunnar sem hann myrti.

Rúnar var dæmdur til að greiða sambýlismanni stúlkunnar sem hann myrti 2,5 milljónir króna í skaðabætur og foreldrum hennar hálfa milljón hvoru um sig. Enn fremur er honum gert að greiða laun verjanda síns og réttargæslumanna foreldra og sambýlismanns stúlkunnar, sú upphæð nemur á aðra milljón króna.

Þetta er frábært! en mér finst nú að hann hefði getað fengið að sitja lengur inni, hann er jú búin skemma fleiri en eitt líf með þessum fávita skap í sér!