Mig langar að opna umræðu sem hefur verið mér hugleikinn síðustu ár. Mig langar að vita hvort fangelsisdómur sé það sem dugar? Mér finnst alveg með ólíkindum hvað dómsvaldið er fast í því að láta fólk hanga inn á stofnunum mánuðum og árum saman sama hver gæpurinn er.

Ég held að líkamlegar refsingar geti í mörgum tilvikum verið mun mannúðlegri og líklegri til að breyta þeim sem verða fyrir þeim til batnaðar. Það eru líka til refsingar svo sem að banna afbrotaunglingum að umgangast vist fólk og banna þeim að fara á vissa staði í borginni og á landinu í visst langann tíma.

Það sem ég er að segja er að það að láta fólk grotna niður og eyða stórum hlut af ævinni í stofnunum er ómannúðlegt og eitthvað annað hlýtur að virka líka.