Ég ákvað að skrifa þessa grein til að komast að því hvaða réttindi maður hefur á íslandi í tengslum við lögregluna.

Fyrst ætla ég að gera grein fyrir atviki því sem varð til þess að ég ákvað að skrifa þessi orð.


Ég og 2 vinir mínir fórum út fyrir nokkru síðan til að sprengja kínverja sem við vorum búnir að breyta aðeins.
Þ.e.a.s. við tókum þá út úr tertunni sem þeir voru upprunalega í, settum á þá kveikiþræði og þar endaði það.

Síðan fórum við að strax-planinu svokallaða og sprengdum þrá kínverja inní hveitipoka og tókum myndir að því með myndavél sem einn okkar átti, við pössuðum okkur að gera þetta þannig við værum ekki að búa til óþarfa rusl.

Allavegana, á eftir stoppaði löggan okkur og bað um að leita á okkur og í fórum okkar, einnig tóku þeir niður nafn okkar, kennitölu osf.

Einnig tóku þeir niður serial-númerið á myndavélinni líklega til að athuga hvort hún væri stolin, sem hún er ekki.

Ég verð nú að enda á því að minnast á að ein af þessum löggum var örruglega ein sú treggáfaðasta sem ég hef séð, einhver stór rumur sem var með lítið vasaljós og blikkaði í augun á vini mínum í svona 2 mínótur mjög hugsi á svip og endaði á því að staðhæfa að hann væri með stóra augasteina.


Ég veit að þeir máttu gera þetta því við gáfum samþykki okkar við þessu öllu það sem ég er að fiska eftir er hvað á maður að gera í svona aðstöðum þegar löggan stoppar mann og biður um nafn ofl. á maður að neita eða hvað?