Já, hvað er orðið af þessum verkalýðsfélögum?

Hér áður fyrr voru stjórnendur þessara félaga kosnir í stjórnir þeirra úr röðum verkalýðsins.
Ef eitthvað kom uppá sem skipti verkalýðinn máli s.s.
hækkanir á vöru, sköttum, bensíni o.fl. þá var eitthvað gert við því.

Í dag eru þessi félög umsetin af háskólamenntuðu fólki sem aldrei hefur haldið í hamar eða migið í saltan sjó.
Við þær síðustu hækkanir sem urðu um og eftir áramótin, mótmæltu þeir :o)
Broslegt, já.
Hvað hafa þeir sýnt síðustu árin?
Jú, þeir hafa mótmælt!
Síðan kemur að samningum og það er logið í þá allskonar rugli sem þeir gleypa sem volgan graut, skrifa undir og málið er afgreitt.
Svo kemur það, Þeir eru teknir að aftan. Aftur og aftur.
Og á meðan sitja pólitíkusarnir á skrifstofum sínum og skellihlægja af þeim.
Þeir hafa stjórnir þessara félaga algjörlega í vasanum.

Væri ekki nær að finna fram hörðu kallana/kellurnar sem við eigum
í verkalýðsstéttinni og koma þeim að við stjórnirnar?
Hver man ekki Gvend jaka??
Það er svona fólk sem okkur vantar, fólk sem þorir að segja ríkisstjórninni hversu langt/stutt þeir megi seilast í vasa verkalýðsins.

Hvernig var ekki með öryrkjabandalagið.
Þar stóð formaðurinn upp í hárinu á ríkisstjórninni og það komst skriður á málin.
Vann hann þennan hluta af orrustunni með því að segja af sér réttinum til að krefjast hækkunar öryrkjabótanna???
Hvað skeði??
Af hverju heyrist ekkert frá þeim um þessar mundir?
Af hverju heyrist ekkert meira en, *Vér mótmælum* frá verkalýðshreyfingunni eftir þessar hækkanir??
Var þeim lofað einhverju ef þeir héldu kjafti??
Við eigum að vísu eftir að fá allar vaxtahækkanirnar út af virkjunarmálunum og allt það, en er ekki rétt að fara að byrja að setja upp kröfulistann.

Það er hvergi á hinum Norðurlöndunum lagður eins langur tími til vinnu og hér á landi.
Það er talað um 40 stunda vinnuviku.
Er einhver hér sem veit um einhvern sem heldur heimili og góðar frístundir með fjölskyldunni við að hjón vinni 40 stunda viku??????????????????
Ég þekki engan.
Á fólk að búa á Íslandi í framtíðinni??
Eiga ALLIR að vera háskólamenntaðir tölvufræðingar?
Einhver verður að vinna skítverkin, ekki satt?
En, komið með lausnir á þessu svo við getum farið að kalla þetta fjölskylduvænt þjóðfélag.
Endilega.
Eitthvað af viti.