Nú líður senn að Alþingiskosningum. Spurning um að fara bara í framboð. Hvers vegna ætti ég að vilja það? Nú vegna þess að enginn af stjórnmálaflokkunum núverandi er til í að líta á málefnin sem okkar langar til að fara yfir.

1. Algjör lögleiðing kannabisefna, myndi hlýta svipuðum lögum í endursölu og áfengi. Ekki krabbameinsvaldandi, verndar frá krabbameini, leiðir ekki til sterkari fíkniefna, myndi draga verulega úr neyslu og framboði á sterkum fíkniefnum. Auknir peningar í ríkissjóð, færri glæpir og allir ánægðir. 208,000,000,- krónur aukalega í ríkissjóð, reiknað með 8 kg sölu á viku (vægt áætlað) og að ríkið taki 500 kr. í kassann af hverju grammi.

2. Gefa framhaldsskólann. Það myndi ekki kosta nema u.þ.b. 70 m. króna á ári að halda uppi öllum framhaldsskólanemum á skólagjöldum og bókum. Er ekki hreinlega rökleysa að halda uppi gjöldum og sköttum fyrir hinn óharðnaða menntaskólanema sem “gæti” átt í erfiðleikum með að finna sér vinnu yfir jólin.

3. Ísland út NATO og herinn burt. Burt með Bandaríkin og burt með McDonalds. Við viljum ekki að landið okkar sé tengt við ógnarstríðsvél sem ríkisstjórn Bandaríkjanna er orðin. Aðeins með því að rifta samstarfi við BNA, segja okkur úr NATO og lýsa okkur andstæðinga kjarnorkuvopna getum við vel við unað.

4. Íslands í ESB. Hagsmunum okkar er betur gætt í stærra bandalagi, með sterkari mynt og stöðugri efnahag.

5. Finnum skárri stað til að virkja á.

Okkur vantar fólk til að taka þátt. Okkur vantar menn með nýjar skoðanir, okkur vantar að virkja fólkið sem gengur um með slagorð á borð við “Fuck NATO” og “Legalize it” ….. okkur vantar að fá alla með í baráttuna til að hún geti einhverjum árangri skilað. Við eigum skilið að móta landið og lög þess eftir eigin höfði, við erum hin íslenska æska, við kjósum. k-flokkur@visir.is