Mér fannst mjög lélegt af honum Sigurði Tómassyni þegar hann í sínum annars frábæra spjallþætti var að hæðast að þeim sem að fögnuðu og flögguðu yfir ákvörðu stjórnar ALCOA um að reisa álver á Íslandi. Ekki kom honum til hugar frekar en öðrum íslendingum að hæðast að móður Bjarkar Guðmundsdóttur þegar hún neitaði að borða matinn sinn. Enda engin ástæða til því að öllum er frjálst að neita að borða matinn sinn og nokkuð gott bragð til þess að vekja athygli á sinni afstöðu og sínum málstað.

Sigurður G. tómasson byrjaði til dæmis eitt samtalið skelli hlæjandi og spurði þann sem að hringdi til hans og vísaði máli sínu til Austfjarða…………. “he he he já ert þú að tala um þann sem að flaggaði fyrir ALCOA….?” Nei ég er nú ekki að því heldur er ég að………… og fór innhringjandinn að tala um að flestallir þeir sem að hafa mest verið á móti virkjun við Kárahnjúka eru einmitt listamenn…… “já en já en” sagði Siggi G. þetta er nú mestallt fólk sem að vinnur ekkert og hefur meiri tíma til þess að mótmæla……. (ekki orðrétt en í áttina) kannski rétt hjá honum ég veti ekki…? Þau mega alveg gera þetta…. og þá datt mér í hug maðurinn sem að Siggi G. gerði grín að vegna þess að hann flaggaði fyrir ALCOA…

Því segi ég:

Sigurður G. Tómasson er dóni eða allavega var hnn það í gær.

kær kveðja,

Dixie

ps. mér finnst mjög gaman að hlusta á Sigurð G. Tómasson