Þegar maður frétti af því í haust að kennara hefðu huxað sér að fara í verkfall vegna launanna sinna, huxaði maður já gott mál hærri laun betri kennarar, og þeir eiga þetta nú skilið. Ég hafði samúð með kennurum (ath hafi) Núna þegar ég er að horfa upp á vini mína detta úr skólanum einn á fætur öðrum, og sjá hvað þetta hefur skemmti mikið. Þá fyrst er ég að fatta að ég hef ekki eina örðu af samúð með kennurum lengur!!! ekki eitt lítið brot.
Réttast finnst mér að afnema ætti rétt kennara til að fara í verkfall. Ég er ekki að segja að þetta verkfall sé eingöngu framhaldsskólakennurnum að kenna, ríkið mætti auðvita vera meðfæranlegra í þessu. Kennarar eru bara ekki að höndla það að hafa þennan rétt, þeir gjörsamlega ofnota hann, enda hefur þetta ekki mikil áhrif á samfélagið lengur, það er næstum öllum sama, því ef þetta væri hjartansmál þá væri löngu búið að gera eitthvað í þessu. Grunnskólakennarar hafa þó betri stöðu því ef þeir fara í verkfall, þá þurfa foreldrar að ráðstafa börnunum sínum eitthvað annað en íslendingar eru bara þannig að þeir vilja hafa börnin sín í hæfilegri fjarlægð svona á meðan vinnudeginum stendur.
En það sem ég vil er að þetta verði leyst og það strax því ég vil ekki sjá á eftir fleiri vinum mínum inn á vinnumarkaðinn.