Hvað fór úrskeiðis hjá áhöfninni í vélinni sem þurfti að nauðlenda í Malaga á föstudaginn?

Samkvæmt greininni (linkurinn fylgir með) þá virðist áhöfn vélarinnar algjörlega hafa brugðist. Stuttu eftir flugtak heyrist hvellur í einum hreyflinum og hann stendur í ljósum logum. Reyklykt finnst í farþegarýminu, ljósin slokkna, en ekki múkk frá flugstjóranum eða áhöfninni, beltisljósin voru enn á. Tíu mínútum seinna tilkynnir flugstjórinn að vélinni verði snúið við til Malaga og að engin hætta sé á ferðum. Tíu mínútur eru kannski ekki langur tími, en við aðstæður eins og þessar þá eru þær sem heil eilífð. Sást eitthvað til starfsfólks? Nei.

Eftir nauðlendinguna, beið fólkið við vélina eftir að vera keyrt að flugstöðinni. Engin úr áhöfninni yfirgaf vélina með farþegunum. Í greininn er t.d. minnst á ungan dreng sem ferðaðist einn og þar sem engin úr áhöfninni fylgdi honum þá urðu aðrir farþegar að sinna honum. Og einnig var engin sem athugaði hvort allir farþegar hefðu skilað sér í flugstöðina. Eftir að í flugstöðina kom fengu farþegarnir að vita að þeir ættu að taka farangur sinn og að þeim yrði ekið á hótel yfir nóttina. Þeim var lofað að fyrir flugtak daginn eftir fengju þeir nánari upplýsingar, en ekkert varð af því.

Hvernig er þetta hægt? Sem betur fer fór þetta vel að lokum. En miðað við þá ímynd sem Flugleiðir gefa út á við þá er þessi framkoma nokkuð gróf.

Annað dæmi um þjónustu Flugleiða, er að í gær þá fengu farþegar flugs FI 212 til Köben að dúsa í vélinni í rúma tíu eða ellefu tíma. Vegna veðurs í Köben var ákveðið að fljúga vélinni, eftir klukkutíma hringsól yfir borginni, til Billund. Þar lenti vélin um kortér í átta á dönskum tíma … vélin fór ekki aftur í loftið fyrren en vel eftir miðnætti. Farþegarnir höfðu fengið kjúklingabita og hrísgrjón rétt eftir flugtak frá Íslandi (allir vita hvað Flugleiðamaturinn er nú góður). Það var síðan ekki fyrren um eða eftir miðnætti að ákveðið var að gefa þeim matinn sem ætlaður hafði verið farþegum á bakaleiðinni. Eftir hverju var verið að bíða? Vélin er föst í Billund, stútfull af þreyttum og svöngum farþegum. Var ekki alveg ljóst að ekki yrði flogið til Íslands með hina farþegana fyrren um miðnætti?

http://www.bt.dk/Nyheder.pl?c=left&aid=124211