Þann 27. janúar skilar Hans Blix skýrslu til öryggisráðs SÞ um vopnamál Íraks. Líklegast er að skýrslan verði ekki tilefni til stríðs og að öryggisráðið samþykki ekki ályktun þar um. En hvað ef bandaríkjamenn ráðast samt á Írak (án samþykkis SÞ)? Nokkrir punktar:

* Í aðeins einu landi í heiminum (af 130+) er meirihluti fylgjandi stríði við Írak;
* Ekkert nágrannaríki Íraks hvetur til að ráðist verði á landið;
* Öll ríki heims nema 2-3 eru andvíg stríði við Írak;
* Síðast þegar bandaríkjamenn réðust á Írak kostaði það um 130.000 mannslíf, en samt var það frekar takmarkað stríð samanborið við það sem nú er í spilunum.

Ef bandaríkjamenn ráðast einhliða á Írak, án samþykkis öryggisráðsins, er það stríðsyfirlýsing við allar lög og reglur sem gilda í samskiptum þjóða. Allir verða að spyrja sig: “Er ég næstur?”. Allir sem styðja lög, röð og reglu og frið verða að láta það koma ótvírætt fram að svona framferði er óþolandi, og segja hingað og ekki lengra við stríðsæsingamenn. Bandaríkjamenn á Íslandi, hvort sem eru hermenn, sendiráðsmenn eða annað fólk, verður að fá þessi skilaboð, svo og að nærvera þeirra sé óæskileg. Ef íslenskir ráðamenn ákveða að styðja þennan gjörning verður misskunnarlaust að rýja þá ærunni með því að benda opinberlega á hve afstaða þeirra er viðurstyggileg og úthrópa þá sem glæpamenn. Þetta skiptir sérstaklega máli af því nú eru að koma kosningar. Það eru aðeins 3 vikur til stefnu, svo nú er um að gera að setja sig í andlegar stellingar, ef stríð skyldi brjótast út.