Eftirlitsmenn tyrkneskra sjónvarpsstöðva segjast hafa bannað sýningar á teiknimyndaþáttunum Pokémon eftir að tvö börn duttu fram af svölum í þeirri trú að þau byggju yfir yfirnáttúrulegum kröftum.

Sjö ára stúlka og fjögurra ára drengur slösuðust með stuttu millibili við fall fram af háum byggingum í síðasta mánuði. Heilbrigðisráðherra Tyrkja, Osman Durmus, segir tengsl vera á milli slysanna og teiknimyndanna víðsfægu sem fjalla um ævintýri um 150 skrímsla.

Zuhtu Sezer, dagskrárstjóri ATV-sjónvarpsstöðvarinnar, segir að með þessu verði Tyrkland fyrsta landið til að banna þáttinn, sem sýndur er í 60 löndum.

„Hversu langt á þetta að ganga?“ spyr Sezer. „Vilja þeir líka láta banna sölu á Pokémon-leikföngum?” Sezer telur þetta afar vandræðalegt mál með tilliti til þess að Tyrkland er að láta reyna á inngöngu sína í Evrópusambandið.