Ég hef verið að velta þessu fyrir mér. Ég hef verið bæði með
og móti dauðarefsingu og ég er ekki alveg viss um hvar
maður á að standa í þessu.

Að vera á móti:
Ríkið á ekki að vera í þeim buisness að taka fólk af lífi og það
væri eflaust betra að reyna að skilja hvað fær fólk til þess að
fremja hræðilega glæpi og rannsaka morðingana. Og svo hef
ég líka heyrt að í þeim ríkjum USA sem dauðarefsing er þá er
morð tíðnin meiri en í öðrum ríkjum..því að fólk sem er að
reyna að komast undan frá lögreglunni láti ekert stoppa sig
við fóttann (það veit að það verður tekið af lífi ef það næst)
Og svo má ekki gleyma öllu saklausa fólkinu sem búið er að
taka af lífi…

Að vera fylgjandi:
Þegar maður sér nánustu ættinga fórnarlambsins og hve
sorg og reiði þeirra er mikil.. þá missi ég alla meðaumkun
með morðingjanum og verð oft sjálfur reiður. Þá finnst mér að
það ætti að taka fíflið og berja það til dauða.. og ég tala nú
ekki um þegar maður heyrir sumar sögurnar.. fólk sem er
búið að pynta og nauðga í, marga daga stundum, áður en það
er barið til dauða… og ekki verður maður hliðhollari
morðinganum við það…
Ef systir mín yrði pyntuð, nauðgað og barinn til dauða þá væri
ég ekki sáttur við að einstaklingurinn sem gerði það yrði laus
eftir 16, 20 eða 30 ár, og væri þar með búinn að afplána
dóminn og væri ekki lengur í “skuld” við samfélagið…
Ég er alls ekki viss um að ég gæti höndlað það.

Svo kostar þetta allt líka alveg heilan helling af peningum, þó
svo það sé kannski ekki aðalatriðið…

Hvað finnst ykkur?
potent