Mig langar mikið til að vita hverjir sjá um breikkunina á miklubraut frá Kringlumýrabraut að Grensásvegi. Ég keyri þessa leið ekki oft sjálfur, sit bara í strætó og hugsa um eitthvað allt annað en akstur, en mér brá all verulega í brún þegar ég átti leið þarna um um daginn. Hvaða gáfumenni datt í hug að setja S-beygju á miðja miklubrautina, og það ekki bara eina heldur tvær? Þessar fáránlegu beygjur, sem nota bene hafa ekki verið þarna fyrr, eru stórhættulegar og í þessi 3 skipti sem ég hef keyrt þarna um hefur alltaf legið við að ég lendi í árekstri. Mér er nokkuð sama þótt þessar beygjur séu aðeins til bráðabirgða (þó ég voni svo sannarlega að svo sé), þær áttu aldrei rétt á sér og mesta furða að þær skuli hafa verið samþykktar. Svo er ekki einu sinni búið að setja upp umferðamerki til þess að vara við þessum beygjum!
Ég veit ekki hvað verið er að gera okkur vegfarendum en það mætti halda að borgin hagnaðist eitthvað á slysum sem verða í umferðinni, því þessar beygjur geta ekki annað en fjölgað þeim, og það til muna þegar hálkan kemur á ný.
kv.