Jæja, þá byrjar sú umræða eina ferðina enn. Reykjanesbrautin. Finnst ykkur ekki undarlegt að miðað við þá miklu umferð sem fer um þennan veg, þá skuli Reykjanesbrautin ennþá vera EINBREIÐ í báðar áttir? Tíðni banaslysa á þessum vegi er ótrúleg og satt best að segja þá finnst mér það engin furða, miðað við aðstæður. Umferðarþunginn og hraðinn er gífurlegur. Þarna um fer öll umferð milli Reykjavíkur og byggðarlaga á Suðurnesjum, fyrir utan ALLA umferð inn og út úr LANDINU með flugi.
Miðað við alla þá fjármuni sem verið er að eyða úr ríkissjóði í alla mögulega og ómögulega hluti, væri ekki nær að eyða fé líka í að bjarga mannslífum með því að breikka Reykjanesbrautina í 4-6 akreinar og setja eyju á milli akstursáttanna á brautinni?? Þetta er hraðbraut, eftir alltsaman, sama hvað hver segir. Og mér finnst það alveg forkastanlegt að ekki skuli hafa verið gripið til aðgerða fyrir löngu síðan. Það var ekki fyrr en fyrir 3-4 árum sem brautin var einusinni UPPLÝST.
Ég vil því lýsa yfir stuðningi við mótmælendur á Reykjanesbraut í dag. Þó svo að ég sé ekki samþykk aðferðunum, þá viðurkenni ég það að flest önnur úrræði hafa verið fullreynd og ég skil vel að kominn sé úlfaþytur meðal íbúa Suðurnesja. Gott ég er ekki í tímaþröng að ná flugi :o/

Anyways, vildi bara tjá mig um þetta mál og sjá hvað aðrir hafa að segja um það.

Kv. Lynx