Sæll veri fólkið!

Hér á eftir er fullt af staðreyndum, og skelfilegum tölum. Það að skrifa grein um þetta mál, eða þessar staðreyndir er svolítið heimskulegt því þær tala sínu eigin máli. Svo ég bæti litlu sem engu við. Ég fann þetta á netinu fyrir nokkrum mánuðum.

- Offjölgun mannkyns er orðið vandamál, sérstaklega í þróunarlöndunum, en talið er að mannfjöldinn verði orðinn um 12 milljarðar um árið 2040-2050.

- Jörðin getur að hámarki fætt 12 milljarða manna, ef öllum mat og vatni er dreift rétt til allra, sem er ekki staðan í dag.

- 30% mannkyns deila með sér 70% af auðlindum jarðar, meðan hin 70% mannkyns búa við aðstæður sem þessi 30% kalla ömurleg.

- Drykkjarvatn í mörgum löndum verður uppurið eftir 30-40 ár, t.d. í Kína um 2060 verður allt drykkjarvatn búið.

- Sífellt meira af regnskógum heimsins eru ruddir fyrir ræktarland.

- Eyðimerkur stækka, veðurfar á jörðinni hefur raskast gríðarlega síðan iðnbyltingin hófst.

- 40-50% af fjárlögum fátækustu landa heims fara í afborganir lána (til Heimsbankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins) og niðurgreiðslu á vöxtum.

- Mikill hluti lána til fátækustu ríkja heims fara í vasa spilltra einræðisherra, sem þjóðin þarf svo að borga.

- Heilu þjóðirnar eru hnepptar í þrældóm með vítahring fátæktar sem vesturlönd eru ábyrg fyrir.

- Aðstæður þessa fólks eru hrikalegar. 36 tíma vaktir í innilokuðum verksmiðjum með engri loftræsingu þar sem hundruðir ef ekki þúsundur ungra kvenna og barna eru tilneydd til að framleiða sérvörur fyrir vesturlönd.

- Verkalýðsfélög eru upprætt með hervaldi einræðisherra, en það eru vesturlöndin sem sjá þessum einræðisherrum fyrir vopnum og stuðningi.

- Bilið milli ríkra og fátækra stækkar sífellt.

- Nú flæðir yfir vesturlöndin fjöldinn allur af flóttafólki, sem enginn vill taka við.

Svo koma nokkrar tölur:
Mennta allt mannkynið(þ.e. lesa og skrifa): 6 milljarðar dollara
Sjá öllu mannfólki fyrir hreinu drykkjarvatni: 9 milljarðar dollara
Sjá öllu mannfólki lámarks heilbrigðisþjónustu: 13 milljarðar dollara
Útrýma verstu fátækt heimsins: 40 milljarðar dollara

Heimskuleg tilgangslaus útgjöld sem hægt er að minnka.
Veisluhöld og afþreying japanskra forstjóra: 35 milljarðar dollara
Áfenga drykki í Evrópu: 105 milljarðar dollara
Eiturlyf: 400 milljarðar dollara
Vopn: 780 milljarðar dollara
Auglýsinga og markaðsiðnaðinn: 1000 milljónir dollara
Þessar upplýsingar koma frá Human Development Report.

Það er skelfilegt til þess að hugsa að “við” stóru þjóðirnar höfum hneppt fátækari hluta heimsinns í ánauð. Við eigum ekki lengur þræla heim hjá okkur, við fluttum okkur bara til þeirra.
Þessari þróun væri hægt að snúa við ef við tækjum höndum saman í 20 ár og eyddum stórum hluta styrkja okkar í menntamál fátækralanda. Í stað þess að vera endlaust að hlaup undir bagga ætti frekar að gera hlutina rétt og mennta fólkið, þá getur það hjálpað sér sjálft.

Kveðja, Larush