Þegar verið er að tala um þessa “öfgamenn” í USA sem eru á móti fóstureyðingum þá er gott að vita að það er ekki verið að tala um fóstureyðingar eins og við þekkjum þær hérna á Íslandi. Nei… það er ekki bara hægt að fara í fóstureyðingu fyrstu 3 mánuði meðgöngunar… það er hægt að fara í fóstureyðingu fram á síðasta dag meðgöngunar í Bandaríkjunum.
Það er það sem fólk er svona sterklega á mót. Ég hugsa að bandaríkjamenn myndu vera nokk sáttir við kerfið eins og við erum með það hér á Íslandi, þ.e. að kona geti ákveðið að fara í fóstureyðingu á fyrstu 12 vikum meðgöngunar. En þegar verið er að framkvæma fóstureyðingu á fóstri eftir það er það ekkert nema morð að mínu mati.

Ef að þið eruð í einhverjum vafa með það sem ég er að segja hérna með að hægt sé að fara í fóstureyðingu ú bandaríkjunum fram á síðasta dag. Kíkið þá á http://www.prolife.com/ABORMETH.html þar getiði lesið þetta sjálf.

Miðað við þessar forsendur sem gefnar eru í USA er ég á móti fóstureyðingum. Þ.e. ég er á móti fóstureyðingum eftir fyrstu 12 vikurnar.

Kynnið ykkur málið og virðið ykkar skoðanir.

Sjáumst í stríðinu…

Xavie