Vísað er í grein “Morgunblaðið bregst lesendum sínum ” sem viggifeiti skrifaði 10. des.

Ég veit ekki hvernig ég get sagt um þetta en hitt veit ég að Morgunblaðið á netinu og Morgunblaðið sjálft er ekki sami miðillinn. Mbl.is á meira til að birta fleiri ruglfréttir og þær fáar (erlendar)fréttir sem það (mbl.is) birtir eru yfirleitt fréttir sem eru beint þýddar af AP og Reuters, (innskot: Einhvern tímann sá ég hálfkláráðan grein, fyrri hlutinn á íslensku, seinni hlutinn á norsku.) og verst af þessu er kannski að fréttirnar á mbl.is eru morandi í stafsetningarvillum ólíkt því sem gerist í “Mogganum”. Dæmi um slíkt er notkun þeirra á “z”. Auðvelt er að sjá að þær fréttir sem inni halda z eru yfirleitt fréttir sem eru teknar beint af Mogganum. Er ekki kominn tíminn kominn til að samræma þessar reglur? Mér er sama hvort z séð yfirleitt notað en, plís, gerið það fallega.

Versti hlutinn við mbl.is er kannski það að fréttaflutningurinn á sér enga stefnu þrátt fyrir það að það hafi fréttastjóra. Hér á ég við gullnu regluna að miðillinn segi alltaf rétt frá öllu. En hvernig getur www.mbl.is uppfyllt svo grundvallaratriði ef birta - liggur við að segja “aðeins” - þýddar fréttir? Stundum finnst mér mbl.is vera strengjabrúða stjórnarflokkana en þá er kannski of djúpt í árinni tekið. En fréttirnar (þær erlendu) eru sumar hverjar mjög þröngsýnar og segja aðeins frá einni hlið málsins. Hér vil ég t.d. vísa í fréttina um n-kóreska skipið með eldflaugunum í. Ég er sammála því að allir eiga rétt á að vita slíkt þegar stríð er í vændum en nú einblínir Mogginn (eða AP enda er fréttin þýddd beint) á hlut Kóreumannanna eins og það sé aðalmálið í þessu:

Taldir hafa flutt út hundruð eldflauga

Norður-Kóreumenn hafa alltaf skellt skollaeyrum við ásökunum um að þeir hafi selt eldflaugar og ólíklegt er að fréttin um að þeir hafi verið staðnir að því að flytja út Scud-flaugar verði til þess að þeir láti af þessum arðvænlega útflutningi.

Tilvitnun lýkur. Hér aðeins birtur hluti fréttarinnar en þeir sem vilja lesa hana í heild geta smellt á http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1008 094.

Allan tímann er staglast á því að Norður-Kóreu menn selji vopn og þeir græða á því að selja vopn. En hvergi er minnst á í einu eða í fleiri orðum að Bandaríkin er stærsti vopnasali heiminum og N-Kórea er bara peð miðað við þau. Í lok fréttarinnar er svo skrifað: AP, Seoul. Þar kom það! Þar kom útskýringin á þessari einstrengislegri frétt.

Ég vil taka það skýrt fram að hér er vísað í eina frétt en mér finnst þetta vera mjög einkennandi fyrir almenna fréttaflutning í mbl.is

Þegar á heildina er litið þá er fréttaflutningur mbl.is orðið ómerkilegt, ósjálfstætt og ónákvæmt. Samt er það vinsælasti fréttavefur á landinu. Afhverju? Svari hverjum fyrir sig en það er kominn tíminn til að www.mbl.is fari að endurskoða sjálfan sig.

Steina