Stundum er sagt um mannlífið að allir séu að verða eins. Má vera eitthvert sannleikskorn í því, en hins vegar er að verða nokkuð kristaltært að öll hlutafélög eru að verða eins og það sem verra er; þessi sauðasál hlutafélaga er að ganga að kapítalismanum dauðum. Kannski hrópa einhverjir uppyfir sig af slíkt gerist, vandinn er bara að þetta er bara annars konar kapítalismi. En hvað er ég að fara hér?

Upp á síðkastið eru öll hlutafélög farin að keppa að sama marki, öll að vinna að því sama, að hámarka arðgreiðslur hluthafanna. Einn af prédikerum þessa gróðakapítalisma fer stundum í pontu í Þinginu og í öðru hvori orði tönglast hann á “að græða”, allur fyrirtækjarekstur snýst um það að græða. Markmiðið er að græða. Markmið tryggingarfyrirtækja er ekki að tryggja tryggingartakann, heldur að græða á honum fyrir hluthafana, m.ö.o. markmið fyrirtækisins er sett af hluthafanum en ekki af sérstöðu þess. Markmið olíufyrirtækja er ekki að selja bensín heldur að græða á þeim sem kaupa bensín (enda er öll farin að selja allt annað en bensín).

Já, leggjum niður hluthafann svo fyrirtækin geta aftur farið að setja sér rétt markmið.

M.