Ég er búinn að vera að gramsa talsvert undanfarið og leita mér upplýsinga um höfundarétt, einkaleyfi, ólöglega/löglega afritun og fleira í þeim dúr. Eins og gefur að skilja er þetta mjög heitt málefni og má nefna nærtækt dæmi eins og afritunarvarða geisladiska frá Skífunni. Ég ætla hins vegar ekki að hætta mér út í þá umræðu hér en langaði til að benda áhugasömum á fyrirlestur sem <a href="http://lessig.org“>Lawrence Lessig</a> prófessor við lagaskóla Stanford í Bandaríkjunum hélt um ”Free culture“ í júlí 2002. Lessig þessi er meðal annars í stjórn <a href=”http://www.eff.org“>Electronic Frontier Foundation</a> og það sem ég hef lesið eftir hann er mjög áhugavert. Margt af því er að finna á <a href=”http://cyberlaw.stanford.edu/lessig/blog/“>blog ginu</a> hans. Umræddur fyrirlestur er nokkur megabæt og af tillitssemi við magnmælda netverja á Íslandi speglaði ég þennan fyrirlestur til landsins (sem er fullkomlega löglegt…) og er hann að finna á <a href=”http://pjus.is/freeculture">http://www.pjus.is/ freeculture</a>. <br>
Ég mæli sérstaklega með flash-útgáfunni ef næg bandvídd er til staðar, hún er rúmlega 8Mb. Texta-útgáfan er góð fyrir þá sem hafa litla bandvídd. Umfjöllun Lessig er lituð af bandarísku lagaumhverfi sem á e.t.v. ekki í öllum tilfellum við hjá okkur. Hins vegar gefur hann ágætt yfirlit yfir stöðu mála í dag auk mjög fróðlegrar sögulegrar yfirferðar sem ég hafði persónulega mjög gaman af. Þessi fyrirlestur á við um mjög margt sem er að gerast í heiminum: open-source hugbúnað, höfundaréttarbaráttu tónlistarmanna, kvikmyndargerðarmanna og útgefenda og svo auðvitað almennt um frelsi einstaklinga og nýsköpun.
<br>
Það væri mjög gaman að heyra þeim sem eru fróðir um þessi mál hér á Íslandi. Eins og til dæmis hvað er hægt að kalla “fair use”?