Ég skil ekki alltaf hvernig fjölmiðlar hérlendis virka.??
Við fengum yfir okkur holskeflu frétta í haust um hækkandi verð á olíu en núna þegar verðið hrapar niður þegja fjölmiðlar. ?? Hvers vegna? Olía er eitt mikilvægasta hráefni til framleiðslu og dreifingar í hinum vestræna heimi. Allar sveiflur á verði olíu hafa áhrif á efnahagslífið. Hækkun olíverðs rýrir kaupmátt og þrengir að efnahagslífinu, það er því stórfrétt þegar olíuverð lækkar jafn mikið og það hefur gert undanfarna daga. Það er hins vegar spurning hvers vegna fjölmiðlar þegja þunnu hljóði.???