Hvað er eiginlega að íslendingum!!!!!!!!!!

Við sem búum á þessu litla skeri einhverstaðar í rassgati erum svo uppfull að því að vera með fordóma gagnvart þeim sem eru að gera eitthvað í þessu þjóðfelagi okkar að ég fullyrði það að ef þetta heldur svona áfram að þá verða bara nokkrir aðilar sem koma til með að “eiga” menningalífið í landinu OKKAR

Svo við tökum sem dæmi um þessa fordóma að þá stendur það á popptónlistarþráðnum, að hljómsveitin Daysleeper sé ekki “frumleg” and so fucking what, hvað með það að hljómsveitir séu ekki frumlegar, ég er ekki að segja það að fólk megi ekki hafa skoðanir alls ekki, en að vera að koma með einhver svona fáránleg comment er bara bull, ég er ekki einhver sérstakur fan Daysleepers en ég er aftur á móti mikill fan þess að menningarlífið í þessu landi sé sem fjölbreytast.

Síðan er það annað dæmi að hér á þessari annars ágætu síðu sem Hugi er að þá er mikið af korkum/greinum sem fara í það að nöldra og böggast útí betu rokk einhverja hluta vegna. Er það kannski útaf því að fjöldi manns hefur gaman af henni???

Og það er svo merkilegt að íslendingar eru alltaf að míga utan í útlendinga sem koma hérna kannski í fimm mínutur og þá eru þau/þeir orðnir “íslandsvinir” og hrikalega sem ég þoli bara ekki þetta orð, kannski alltílagi að kalla skunk anansie og Damon í blur og kannski Coldplay íslandsvini en að þurfa að kalla alla íslandsvini sem rétt koma hingað til að fá sér að míga er bara bull. Svo verða íslendingar svo upprifnir af því að fá að taka þátt í evrovison og því að Bond hafi verið tekin upp að einhverju leyti hérna og að Ingvar E hafi komið fram í K-19 (í 7 sek)

Einu manneskjunar sem eiga það skilið að hljóta algjöra aðdáun íslensku þjóðarinnar fyrir að vera að gera eitthvað erlendis eru eftirtaldir, Björk, Sigurrós og Emilanna Torinni ( fyrir það að syngja byrjunar lag Lotr TTT )
Og það gæti farið þannig að Balti kæmi þarna til greina en ekki alveg strax.

Það sem ég átti við hér að ofan með það að eingungis fáir myndu “eignast” menninguna hér á íslandi, er það að ef vi' sem íslendingar hættum ekki að miðað okkur við milljóna þjóð og hættum ekki að vilja fá bestu tónlistarmennina, bestu rithöfundana, bestu leikarana/leikstjórana að þá endar það með því að eingöngu þeir sem eru framarlega á þessum sviðum koma til með að einoka markaðinn, nýir listamenn munu ekki komast að nema kannski einn á ári eða eitthvað álíka sem þýðir það að engin endurnýjun mun eiga sér stað.

Því segi ég, hættu þessu væli um það að íslendingar séu vonlausir, gleðjumst yfir því að Skímó var til, Beta Rokk sé að gefa út bók; Daysleeper sé ekki frumlegir, að Gemsar sugu feitan sem kvikmynd, og það að það sé fjölbreytni til á þessu litla skeri okkar og þá eingöngu þá munum við ná því að fá einhverjar framfarir í menningarlífinu. Ekki horfa eingöngu á Rappið, horfum líka á sykurpoppið, ekki horfa eingöngu á Einar Má, horfum líka á Betu Rokk, ekki horfa eingöngu á Baltasar, horfum líka á Ragnar Braga,

Svona má lengi telja.

Kv

Matti

http://gifler.blogspot.com og http://pb.pentagon.ms/giflerinn/