Ég veit að þetta eru alger helgispjöll að segja þetta um Íslandsvinkonuna Waris Dirie, og þar að auki sérstakan fulltrúa SÞ í verkefninu gegn umskurði stúlkubarna í Afríku.

Þó flestir haldi varla vatni yfir bókum hennar þá hafa heyrst aðrar raddir og ég hef á tilfinningunni að þetta sé soldið svona eins og með “nýjustu föt keisarans” þ.e. það vill engin móðga svona merkilega konu sem hefur gengið i gegnum svona hörmungar og í þokkabót kemur endurtekið til Íslands. En framkoma hennar nýlega við áritun bókar sinanr í Eymundsson nýlega, þar sem hún virtist vera vel við skál, virðist hafa kastað skugga á áður að virtist flekklausa ýmind hennar. Samkvæmt lýsingunni var hún mætt með hinni landsþekku vinkonu sinni Amal Quase (alræmdri skaptík) eftir viðkomu á veitingarhúsi og í annarlegu ástandi krotað í bækurnar en hundsuð síðan óskir kaupenda um að skrifa ákveðin nöfn.

Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hennar vinnu við að segja frá þessu ógeði sem umskurn kvenna er, eða úr hennar reynslu, en þetta er samt reynsla margra kvenna þarna. Það segir sýna sögu að Waris sagði Amal Quase vinkonu sinni ekkert um þetta þegar þær bjuggu saman í London, hefur ekki kanski þótt tiltökumál. Mín spurning er; er hún kannski að nota þetta málefni til sér til framfæris ?