Hmmm… ég veit ekki alveg hvar á að setja þetta en held það passi best hér. Þetta eru pælingar mínar nú hálf fimm að nóttu til föstudag (jú ég á mér VÍST líf), ný komin úr vinnunni.

Vinnan er einmitt það sem ég ætla mér að pæla aðeins í… eða öllu heldur fólkið sem ég “hitti” í henni.
Málið er að ég vinn í “sjoppu” á Akureyri, allt gott og blessað með það (er að vinna mér inn fyrir skóla & solleiðis) nema hvað það er alveg ótrúlegt hvernig fólk hegðar sér oft og þá sérstaklega á fylleríum.
Yfir virka daga eru lang flestir voða prúðmenni þó ekki allir reyti af sér vinaorðin, sem er í lagi mín vegna á meðan þau tala ekki beinlínis niður til manns, en þegar fólk er komið í glas er eins og það eigi heimin -aleitt- hvert eitt og einasta! Það vilja allir fá afgreiðslu í einu, flest öll kurteisi hverfur (þó aðalega þannig að eldra fólk hættir að vera kurteist við sér yngra fólk) og fólk hagar ser eins og vitleysingar. Til að vera sanngjörn verð ég að taka fram að ekki eru allir jafn slæmir og sumir eru bara skemmtilega hressir en ókurteisa fólkið er oftast þeir er búnir eru að fá einum bjór of mikið.
Afgreiðslu fólk lendir í ýmiss konar áreiti t.d. er gert að útliti þeirra, það kallað bjálfar (eða verra) ef það á ekki ákveðna vöru, skammað fyrir “of hátt verð” og gagnrýnt fyrir að vera “ómenntað”. Flestar skammirnar eiga í raun enga stoð undir sér og er viðskiptavinurinn aðalega að beina reiði sinni (vegna einhvers sem gerst hefur um kvöldið) á einhvern sem (hann telur) að geti ekki svarað til baka. Vant afgreiðslu fólk leiðir þessa hluti frá sér, enda ekkert tiltöku mál þegar einhver er sá þrítugasti til að kvarta yfir að tóbak sé yfir 500 kr og kennir afgreiðslumanninum um, en fyrsti mánuðurinn eða svo er hrikalegur fyrir byrjendur. Fyrir utan að þurfa að læra á allt þá er stanslaust bögg frá fullu, illaþefjandi (áfengis og tóbaks lykt blönduð of miklum rakspíra/ilmvatni) hyski sem heldur að það sé mun hærra statt í þjóðfélagsstiganum afþví það vinnur ekki við afgreiðslu störf. Þessu hyski dettur yfirleitt ekki í hug að afgreiðsludaman er kanski í einu vinnunni sem var laus, eða þetta sé önnur af tveim vinnum sem hun vinnur, og er að safna fyrir námi í framhaldskóla/háskóla eða fyrir íbúð. Hyskið sem yfirleitt er leiðinlegt við starfsfólk yngri en 30 er svo ekkert nema yndið við eldra starfsfólk. Eldrafólk ætti að huga að því að bara þó einhver sé ekki 30 þá verðskuldar sá hinn sami samt virðingu.
Jújú það er til yngra fólk sem er með stæla en það er þá líka með stæla við alla afþví það vill vera með stæla (ekki að það afsaki neitt).

Áfengi afsakar ekki gjörðir manns, þú ert alltaf sama manneskjan hvort sem þú ert í glasi eður ei, hins vegar sínir vínið oft betur þinn innri mann og það er ekki alltaf fallegur maður sem afgreiðslufólk fær að sjá.

Svo er annað mál:
BROS
Allir vilja að afgreiðslufólk brosi og segji “Góðan Daginn”… eða hvað?
Mér finnst gott og blessað (næstum sjálfsagt) að afgreiðslufólk brosi og segji “Góðan Daginn” en ég veit sjálf af eigin reynslu (hef lika starfað í matvörubúð) að það er ekki auðvelt að halda brosi í 8 tíma (og stundum lengur) þegar enginn brosir á móti! það er svona 50% viðskiptavina sem gjörsamlega hunsa “brosið” nema þegar það er ekki til staðar þá fær maður að heyra “þú mættir nú brosa annað slagið” í skerandi kvörtunar tón og þá helst frá viðskiptavini sem er EKKI fastagestur.
Svo ég hef þessi skilaboð til þeirra sem vilja fara út í búð/sjoppu og vera heilsað með brosi og boðið góðan dag: brosið sjálf. þá fáið þið í 99% tilvika brosið endurgreitt og jafnvel þó þið sjáið það ekki hafið þið tryggt næsta viðskiptavini það.

Það getur verið áhugavert og stundum jafnvel gaman að vinna í sjoppu, fólk lendir í ótrúlegustu hlutum og verður vitni af ýmsum tegundum mannlegra samskipta en því miður skyggir áreitið (t.d. kynferðislegt) og böggið oft á það góða og það er ein ástæða þess að “sjoppukona” er ekki vinsælt starf og ekki eftirsótt nema á atvinnuleysis tímum þegar öll störf eru eftirsótt.

Næst þegar þið farið að versla, hvort sem er í stórmarkaði eða sjoppunni á horninu, prufið að brosa…

kv.
IceQueen