Ég las í einhverju blaði um daginn grein þar sem vitnað var í einhvern frægann mannfræðing sem var uppi á seinni hluta 17. aldar (man bara alls ekki hvað hann hét) sem sagðist sjá fyrir sér þróun mannkyns nokkrar aldir frammí tímann,það er doldið merkilegt að skoða þetta í dag,því að hann hefur rétt fyrir sér í öllu sem hann talar um.


Hann talaði um að 18.öldin væri öld þjöppunar þ.e.a.s að folk myndi flykkjast úr sveitum og borgir myndu springa út.

19. Öldin yrði öld iðnbyltinga,uppfinninga og þæginda.

20. Öldin yrði öld útrásar og heimsvæðingar (ef ég man rétt)

21. Öldin (nútímin) yrði öld afþreyjingar og leikja.

22. Öldin yrði öld lærdóms og menntunar semsagt fólk myndi sækja í fróðleik og þekkingu.

Ok spáum í þetta.

18. öldin (veit ekkert um það)

19. öldin þar hefst iðnbyltingin af alvöru (oft kallað Victoriu tíminn) þar sem Evrópa og USA virkilega taka stókk í allri þróunn tækni og tækja.

20. öldin átti að vera öld útrásar og heimsvæðingar,held að það eigi ágætlega við.

21. öldin,öld afþreyingar og leikja. Ég efast um að það sé nokkur önnur kynslóð frá upphafi hreinlega sem hefur haft annann eins frítíma og áhöld til afþreyingar og okkar.

22. öld Þarna á það víst að gerast að menn fara í raun hringinn þ.e.a.s fólk fer úr afþreyingu yfir í lærdóm og þekkingu.

Ég spyr,er þetta nokkuð svo galið ? Hvernig stendur á því að þeir sem eru betur gefnir en aðrir skuli líða fyrir það ? Það gengur eiginlega ekki alveg upp,konur eiga t.d að sjá í þeim gott mannsefni sem gæti framfleitt þeim og gefið þeim góð börn (er að vitna í eðlið) og menn eiga að sjá í þeim góða vini sem hægt væri að “stóla” á..

Annað sem styður þessa kenningu um 22. öldina,er það að þeir sem ætla að eiga einhvern sjéns að komast eitthvað áfram verða alveg háðir þekkingu,segjum bara að geimferðalög og geimkannanir verði orðar útbreiddar þá verður sú kynslóð að vera VEL menntuð.

Gaman væri að vita hvort þetta gangi eftir,ég efast um að við sjáum það,en börn okkar og barnabörn ættu að sjá það.

P.s ef einhver veit hvað þessi ágæti maður hét,endileg komið þá með það.