Eins og flestir vita er búið að koma fyrir myndavélum á fjölmörgum stöðum í Reykjavíkurborg. Þessar vélar þjóna tvennum tilgangi, annarsvegar er um að ræða vélar sem taka myndir af ökutækjum sem fara yfir á rauðu ljósi og hinsvegar myndbandsupptökuvélar, staðsettar í miðbænum í þeim tilgangi að festa á filmu þau afbrot sem þar gerast (innbrot,líkamsárásir,nauðganir og e.t.v. fleira).
Þessar myndavélar þjóna vissum tilgangi og hafa verið notaðar myndir og upptökur úr þeim í ýmsum dómsmálum.
Flestum vrðist vera nokkuð sama um vélar þessar, eru líklegast bara nokkuð sáttir við þetta varnarkerfi yfirvalda, eða bara hreinlega pæla ekki í því. Mér persónulega hefur aldrei þótt þetta góð hugmynd, en hafði svo sem ekki stórar áhyggjur til að byrja með. En í sumar (að mig minnir) var sýnd frönsk, leikinn(sviðsett) heimildarmynd á ruv, sem sýndi lögregluríkið Ísland, þar sem yfirvöld gátu fylgst með öllum, hvar sem er og hvenær sem er. Myndin var náttúrulega stórlega ýkt, en olli mér engu að síður áhyggjum. það virðist nefninlega alltaf vera svo að þeir sem ráða kunni ekki að draga mörkin. Þeir stíga alltaf skrefinu lengra alveg þar til þeir detta fram af brúninni. Sjáið til dæmis hvað er að gerast núna í sambandi við refsiákvæði á fíkniefna brotum, refsingar að verða fáránlega háar miðað við refsingar við öðrum brotum.
Mér segir svo hugur að það sama eigi eftir að gerast í sambandi við myndavélarnar. Yfirvöld munu smám saman færa sig upp á skaptið, eða þar til friðhelgi einkalífs fólks hefur með öllu verið útrýmt.
Þess vegna spyr ég þig lesandi góður hvort þú hafir áhyggur af þessari þróun? Viltu lifa í ríki þar sem yfirvöld treysta ekki þegnum sínum. Væri ekki nær að reyna að koma í veg fyrir að gæpirnir gerðust, frekar heldur en að taka þá upp á myndband?