Mér finnst alveg fáránlegt að fólk sem að reykir geti bara hoppað í miðjum vinnutíma og farið að reykja! Þetta safnast allt saman yfir daginn þessar mínútur hér og þar og samt fær þetta fólk laun fyrir þennan tíma en fær samt sinn venjulega frítíma eins og matarhlé og svona. Á meðan að reykingarfólk er í reykingapásum er reyklausa fólkið að gera það sem að því er borgað fyrir…VINNA! Af hverju fær það þá ekki hærri laun eða reykingarfólk minni laun? Mér finnst þetta alveg rosalega ósanngjarnt! Maður er oft að sjá reykingafólk laumast út á meðan reyklausa fólkið hamast við að halda áfram að vinna og mér finnst þetta bara hreint ekki sanngjarnt!
Til dæmis var vinkona mína að vinna á einum ónefndum stað í sumar þar sem að oft var mjög mikið að gera og tíminn skipti MJÖG miklu máli. Þar var helmingur starfsmanna reykjandi og síðan hlupu þau út í miðjum vinnutíma til að reykja eins oft og þær “þurftu”.
Starfsfólkið fékk 20 mín kaffihlé og hálftíma í mat en fólkið sem að reykti fékk auðvitað meiri frítíma þar sem að þau voru oft að fara að reykja og spjalla. Mér finnst þetta ekki hægt!
Síðan að ég tali nú ekki um sóðaskapinn sem að þessu fylgir en vinkona mín var send út ásamt öðrum til að týna stubbanna upp og hún reykir ekki.
Hvað finnst ykkur, er ekki fáránlegt að hafa þetta ástand svona?
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making