Jólin, hátíð fólksins? Pínu Jólahugleiðingar…

Já nú eru jólin að nálgast, er tæplega mánuðir í það að fólk getur sest niður of jafnað sig eftir að hafa sökkt sér niður í stress og skuldir. Það er samt eitt merkilegt að sölufólk á íslandi byrjaði að halda upp á ný jól í lok sumars eða í byrjun September. Kaupmenn á Íslandi hljóta að vera mjög trúaðir og eru svo hugfangnir af fæðingu frelsarans að það er ekki lengur pláss fyrir blessaðan mannin í kringlunni fyrir auglýsingu um að halda jólin hátíðlega með að kaupa stærstu og dýrustu gjafirnar. Já, það hlýtur öllum að líða best ef þeir kaupa sem mest.

Hið fræga jólaskap er allveg hætt að koma síðustu árin enda loksins þegar jólin koma er búið að vera jólaauglýsinga áreiti á manni síðasta hálfa árið. Ég var að rölta úti áðan og sá mikið af skreytingum, en það var ekkert jólalegt við jólaskrautið þetta er orðið eins og hvert annað rusl.

En kannski er maður bara að hellast úr lestinni, kannski er jólaskap “nútíma mannsins” þegar útvarpstöðvar hætta að hafa útvarpsefni og láta bara auglýsingar rúlla og fjölskyldan keyrir um á aðfangadag, ekki að hlusta á jólalög heldur með spólu með öllum bestu jólaauglýsingunum. Hver veit? Auglýsingarnarog salan eru farnar að skipta meira máli en þessi hátíð sem eitt sinn var hátíð fólksins.

Afhverju tökum við okkur saman í andlitinu og föndrum jólagjafir. Hættum að kaupa allt sem er auglýst,hættum að taka yfirdráttarheimild og eyða öllu okkar í að kaupa dýrasta handa vinum, því ef við kaupum það ekki þá eiga þeir ekki efni á að auglýsa svona mikið og munið það að það erum við sem borgum auglýsingarnar. Það er eins og að borga manni útí bæ fyrir að vera pirrandi.