Friðelskandi fólk hvarvetna í heiminum hlýtur að vera í öngum
sínum þessa daganna.
Fylgjendur einstaklingsfrelsis eru sennilega ekki mikið hressari.
Mannréttindasinnar örugglega síst kátari en þeir tveir fyrrnefndu.

Þeir sem skipulögðu árásina á Tvíburaturnana fyrir rúmu ári síðan
misreiknuðu sig íllilega, ef tilgangur þeirra var að veikja vestrænt samfélag.
Ef tilgangurinn var hinsvegar að koma olíulindum og olíuleiðslum í hendur bandarískra auðhringja, réttlæta billjarða fjáraukningu í hervæðingu um heim allan og auka vald embættismanna og stjórnvalda yfir borgurum sínum, þá tókst þeim sennilega betur til en þeir reiknuðu með.

Það er hægara sagt en gert fyrir venjulegan jón eða gunnu á íslandi, eða hvar sem er í heiminum, að átta sig á hvað er sannleikur í öllu því áreiti upplýsinga sem dynja á
okkur um málefni líðandi stundar. Augljós er mismunur á sjónarhorni frétta um málefni palestínumanna og Ísraela, í evrópu annarsvegar og í Bandaríkjunum hinsvegar.
Sitt sýnist hverjum hér á Íslandi líka, og allir eru jafn sannfærðir um réttmæti eigin skoðanna.
Það er töluverð undiralda í Bandaríkjunum um þessar mundir, sem
beinist gegn stjórnvöldum landsins og stefnu þeirra, og það verður að segjast eins og er að mikið af gögnum sem aðgengileg eru á internetinu, ásamt greinum og pistlum blaðamanna og annarra sem reyna að varpa öðru ljósi á hlutina en “the mainstreem media”, benda til þess að margt sé rotið í kanaveldi.

Það er gefið mál að stjórnvöld sem eru í stríði ljúga að þegnum sínum, þannig hefur það alltaf verið og mun örugglega ekki breytast í bráð. Bandarísk stjórnvöld eru í stríði við hryðjuverk, og það efast varla nokkur maður um að þau hafa og munu nota hvert tækifæri sem gefst til þess að bjaga eða fela sannleikann, sér í hag. Eins munu andstæðingar þeirra gera við þegna og fylgismenn sína. Sannleikurinn hverfur síðan í hringiðuna og gleymist smám saman.

Hvað ert þú almennt að hugsa?
eru bandaríkin íll, eru irakar og arabar íllir, eru ísraelsmenn íllir? eru það bara stjórnvöld sem eru íll eða stjórnfyrirkomulög ríkja úrelt? eða er þetta bara hluti af mannlegu eðli? eða ætti maður að segja samfélagslegu eðli? Eru ekki allir sammála um að hlutirnir gætu verið betri? hversvegna eru þeir það þá ekki?
Endilega sköpum meiri um ræðu um öll þessi mál.


Vil líka mæla með lestri á gömlu viðtali við Michael Rivero(http://www.bankindex.com/wrh/)