Jæja mig langar rosa mikið að koma upp með umræðuna hve Ísland er orðið voða dýrt að lifa á. Fyrir hálfu ári flutti ég út til Danmörku og hef orðið mjög vör um mikinn mun á verðlagi í þessum löndum. Langar mér að koma með dæmi um matvöruverð í þessum 2 löndum.
Matarkarfan í Danmörku, verð
Brauð 49 kr. 1 stk
Hamborgarahryggur úrbeinaður 5,6 kg 1947 kr
Tannkrem(colgate)2 stk, 330kr
After eight 400gr 495 kr
Eyrnapinnar 3pk 132 kr
Haribo dós 400gr 180 kr
Spægipylsa 250gr 120 kr
Ballerina kex 55 kr
Kjötbúðingur 400gr 131kr
Mandarínur 900gr 138 kr
Léttmjólk 1ltr 62kr
Kellogs Frosties600gr 329kr

Matarkarfan á Íslandi, verð
Brauð 234 kr. 1 stk
Hamborgarahryggur úrbeinaður 5,6kg 10841 kr
Tannkrem(colgate)2 stk 469kr
After eight 400gr 601kr
Eyrnapinnar 3 pk 519 kr
Haribo dós 500 gr 448
Spægipylsa 250gr 514kr
Ballerina kex 166 kr
Kjötbúðingur 400gr 273 kr
Mandarínur 900gr 447 kr
Léttmjólk 1ltr 86kr
Kellogs Frosties 500gr 332kr


Samtals 3968 kr í DANMÖRKU Samtals 14930 kr á ÍSLANDI
Mismunurinn er 10962kr!!!!

Nú spyr ég ykkur; er þetta eðlileg þróun þar sem tímakaupið er yfirleitt minna(á Íslandi) að maturinn skuli vera dýrari. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk geti lifað á Íslandi við þetta verðlag. Sérstaklega með svona lág laun, ég er t.d. með 1023kr á tímann hérna og í smabærilegri vinnu á Íslandi fengi ég 596 kr!!!
Komið endilega með ykkar álit.
(Ætla líka að benda á það að sumt verð getur verið rangt)