Umræðan um hvort væri hægt að láta bíla ganga fyrir vatni hefur
verið svolítið í gangi undanfarið, í þessari grein ætla ég þó ekki
að fara í það hvort það sé hægt eða ekki, ég ætla að fara í hvort
“við” viljum virkilega að það gerist.

Til að byrja með, ef bíll ætti að ganga fyrir vatni yrði tankurinn
að vera dáldið stór eða þú værir að fylla hann oft á dag, þar sem
vatn er ekki jafnmil orka og bensín.
“Útblásturinn” úr þessum bílum yrði að sjálfsögðu ekki mengum,
þetta yrði í raun ekki útblástur heldur uppgufun.
Og hvað gerist þegar uppgufun á sér stað ?
Jú það fer að rigna. Getiði ímyndað ykkur hversu mikla rigningu
“vatnsbílarnir” myndu kalla fram ef allir væru á svoleiðis bílum ?
Við erum að tala um flóð, rigning alla daga, meira eða minna allan
daginn, allan ársins hring. Enginn staður yrði lengur
sólarlandaparadís og það væri rigning alls staðar. Þannig er það að
spara 90 kr. á líterinn af bensíni virkilega þess virði að kissa
sólina bless að eilífu ?
Það finnst mér a.m.k ekki en hvað fynnst ykkur annars ?

Þetta var bara hugsun sem var að kvikna með ég var að éta subway,
þannig ekkert sem ég hef tekið fram hér hefur verið vísindalega
athugað. Bara hugleiðing :)
Addi