Mr.Mortens kom í Fjölbraut við Ármúla í hádegishlénu í dag og hélt fyrirlestur um fíkniefni. Ég hafði heyrt að hann héldi ágæta fyrirlestra og hann kæmi (umræðu)efninu vel frá sér þar sem hann væri með ágætis reynslu í þessum málum.

Ég veit reyndar að fólk gerir grín að þessu athæfi hans og Esso, (fíkniefni eru rusl) man ekki slagorðið samt og að hann skuli aka á 7 milljón króna jeppa og hangir í dýrustu laxveiðiám landsins öll sumur.

Þessir hlutir einhvernveginn fóru framhjá mér og var ég með mjög jákvætt viðhorf gagnvart þessu málefni fyrir þennan fyrirlestur svo að ég tel að mín skoðun á málefninu hafi ekki orðið fyrir áhrifum frá þeirri neikvæðu umræðu sem hann hefur fengið meðal sumra Íslendinga.

Bubbi…. höfðaði ekki til mín. Hann prédikaði yfir fólkinu í salnum eins og þau væru inni á meðferðarstofnun að berjast fyrir lífi sínu. Það er augljóst að hann haldi fyrirlestra á slíkum stofnunum og ég efast ekki um að það beri árangur. Hann talaði líka um hvað tónlist og fatamerki ættu allan þátt í því að hrifsa af okkur peninga og skildi ég það á þann veg að við værum áhrifagjörn sem sumir eflaust eru.

Ég ætla ekki að tala fyrir neinn nema sjálfan mig því að annað væri fásina en ég kaupi mér yfirleitt föt sem bera ákeðið fatamerki af því að það eru sterkustu föt sem ég hef átt og mér finnst þau þægileg, fyrir utan það að vera smart. Tónlistin sem ég hlusta á er ekki fjöldaframleidd með einhverju áróðursLógó´i framan á.

Mér fannst Bubbi ekki gera sér grein fyrir því að hann var að tala við námsmenn sem flestir eru á réttri braut og stefna að áframhaldandi námi. Þetta er greinilega sama yfirþyrmandi ræðan sem hann heldur fyrir alla, hvort sem það séu grunnskólanemendur, fangar á Litla-Hrauni eða fíklar í endurhæfingu.

Annað líka…. þegar ég sat í salnum og hlustaði á hann þá fannst mér það koma frá honum eins og það hafi verið kúl að hafa verið í eiturlyfjum. Ég get ekki ímyndað mér að það sé markmið hans að koma því til skila en mér fannst það engu að síður. Ég veit ekki hvort aðrir sem hlustuðu á þennan fyrirlestur líður eins en ef ég væri c.a. 5 árum yngri þá hefði ég hugsanlega litið á þetta með þeim augum.

Það var líka eins og hann þyrfti að öskra öll orð út úr sér til að koma því til skila sem hann sagði og nota sífell blótsyrði, heillaði mig persónulega mjög lítið.

Ég vona að einhver hafi hlustað á einhvern af fyrirlestrum hans og komi með sína skoðun hér.

Takk !