Í fréttum nýlega var 26ára karlmaður af vestfjörðum dæmur í 3mánaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn 3 stúlkum…eða því sem samsvarar einn mánuð á kjaft.

Það sem vekur furðu er að í einu afbrotanna ákvað ríkissaksóknari að falla frá kæru vegna þess að brotamaðurinn var 15-18ára þegar glæpurinn átti sér stað.

Einnig finst mér óskiljanlegt hvernig hægt er að dæma mann í 3 mánaða fangelsi fyrir þessa grófu kynferðisglæpi gegn stelpunum sem voru framdir þegar þær voru aðeins kornungar. Gerir fólk sér almennt grein fyrir því hvað líf stelpnanna er ónýtt og sjálfsmyndin í miklum molum? Mig langar að birta lítið brot úr dómnum:

“Hann hafi á sex til átta mánaða tímabili á árinu 1995, á heimili stúlkunnar, margoft afklætt hana að neðan, káfað á kynfærum hennar og nauðgað henni. Stúlkan var sjö ára þegar þetta átti sér stað. Var framburður hennar studdur af læknisskoðun sem leiddi í ljós að meyjarhaft hennar var rifið og taldi læknirinn það aðeins geta hafa gerst við kynferðismök. En maðurinn neitaði því staðfastlega eins og öllum öðrum ákærum í málinu.”

Hversu hvetjandi er þessi dómur fyrir núverandi fórnarlömb kynferðisofbeldis að ganga fram á sjónarsviðið og leggja fram kæru og rifja upp glæpinn og alla niðurlæginguna sem honum fylgir upp á nýtt?

Sjá nánar grein um málið:
http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?i d=3494&cat=sludu
“True words are never spoken”