Er þjófnaður verri en að eyðileggja líf!!??? Eftirfarandi frétt er tekin af mbl.is…

–Árs fangelsi fyrir að stela kjöti og bílum–

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í eins árs óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir kjötþjófnað í Bónusverslun og þjófnað á bílum og innbrot í bíla og þjófnað úr þeim.
Maðurinn játaði skýlaust brot sín en hann framdi þau í félagi við annan mann í nýliðnum september- og októbermánuðum. Sá hefur þrátt fyrir ítrekaða leit og handtökuheimild hvergi fundist. Stálu þeir fimm lambalærum úr versluninni Bónus við Smáratorg, Kópavogi, samtals að verðmæti 10.351 króna.

Einnig brutust þeir inn í bifreið á bifreiðaverkstæði í Kópavogi og stálu geislaspilara, tösku og 15 geisladiskum, samtals að verðmæti 50-60 þúsund krónur. Sama dag tóku þeir bifreið í heimildarleysi og óku réttindalausir um götur Reykjavíkur og Kópavogs. Daginn eftir tóku þeir bifreið í heimildarleysi og óku um götur Reykjavíkur þar til hún lenti í umferðaróhappi.

Auk fangelsisrefsingarinnar var maðurinn dæmdur til að borga allan sakarkostnað, þar með talda 70.000 króna þóknun skipaðs verjanda síns.

Manninum var í júlí sl. veitt reynslulausn í tvö ár á 260 daga eftirstöðvum fangelsisrefsingar. Með brotum sem dæmt var í nú rauf hann skilorð reynslulausnarinnar og var því dæmt í einu lagi fyrir brotin nú og hina óafplánuðu fangelsisrefsingu. Þar sem um ítrekuð brot var að ræða þótti ekkert tilefni til að skilorðsbinda refsinguna.

————————————————— —————-
Þessi frétt er líka tekin af mbl.is


—Situr inni í 3 mánuði fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum—

Hálfþrítugur karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir kynferðsibrot gegn þremur stúlkum er þær voru á barnsaldri. Afplánun 15 mánaða af refsingunni er frestað og fellur sá hluti refsingarinnar niður eftir þrjú ár haldi maðurinn skilorðið.
Jafnframt var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunum þremur miskabætur, einni 700.000 krónur, annarri 500.000 krónur og hinni þriðju 200.000 krónur.

Ennfremur var maðurinn dæmdur til að borga tvo þriðju hluta alls sakarkostnaðar, en þar með talin 600.000 krónu réttargæslu- og málsvarnarlaun skipaðs verjanda mannsins og 450.000 króna þóknun skipaðs réttargæslumanns stúlknanna þriggja.

Maðurinn var ákærður fyrir ætluð kynferðisbrot framin á árunum 1992 til 1996, en þau voru öll framin á heimilum stúlknanna. Var hann ákærður fyrir að hafa brotið margoft gegn stúlku fæddri árið 1982 á tímabilinu frá 1992 til september 1996, en hún er hálfsystir hanns. Nokkrum sinnum gegn stúlku fæddri 1989 á tímabilinu frá október 1994 til júlí 1995 og loks margoft gegn stúlku fæddri 1987 á sex til átta mánaða tímabili á árinu 1995 á heimili hennar. Maðurinn neitaði staðfastlega ásökunum hálfsystur sinnar um kynferðislega misnotkun. Dómari var á öðru máli og taldi vitnisburð hennar trúverðugan og ekkert hefði komið fram sem benti til þess að hún hafi haft nokkurt tilefni til að bera á hann rangar og upplognar sakir.

Hið sama gilti um vitnisburð stúlknanna tveggja. Þótt langt væri um liðið frá atburðunum í öðru tilvikinu taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi áreitt stúlkuna og þótti vitnisburður móður hennar um að stúlkan hafi greint frá framferði ákærða þegar á 5 ára aldri styrkja framburð hennar. Við brotinu gagnvart stúlkunni getur ekki legið þyngri refsing en 4 ára fangelsi, samkvæmt hegningarlögum, og taldist sök hans því vera orðin fyrnd þar sem meira en 5 ár voru liðin frá þeim. Brotin voru framin frá október 1994 til júlí 1995 á heimili stúlkunnar, sem þá var 5 ára, en sök mannsins fyrntist í síðasta lagi í júlí 2000.

Framburður þriðju stúlkunnar um kynferðislega misnotkun, svo og annarra vitna í máli hennar, þótti og trúverðugur. Var maðurinn sakfelldur af öllum ákæruatriðum, bæði gagnvart henni og hinum tveimur.

Sök hans gagnvart tveimur stúlknanna þótti ekki fyrnd þar sem brot hans gegn þeim gátu varðað allt að 12 ára fangelsi. Fyrnist sök á 15 árum þegar þyngsta refsing við broti er meiri en 10 ár. Miðað við að sakarfyrningarfrestur hæfist þann dag er refsiverðum verknaði lauk þótti ljóst að brot mannsins gegn stúlkunum tveimur væru ófyrnd.

Maðurinn þótti að áliti dómsins hafa framið alvarleg brot er náðu yfir nokkurn tíma og voru framin á heimili stúlknanna, þar sem ákærði var heimilisvinur og naut óskoraðs trúnaðartrausts foreldra þeirra, annars vegar í skjóli sifjatengsla og hins vegar í skjóli annarra vensla. Þótti hann hafa rofið trúnað við stúlkurnar ítrekað á svívirðilegan hátt og brotið með háttsemi sinni gegn friðhelgi fjölskyldu og heimilis þegar stúlkurnar voru barnungar. Ljóst væri að umræddir atburðir hafi orðið stúlkunum þungbærir. Hins vegar þótti ekki verða framhjá því litið að maðurinn var á aldursbilinu 15-18 ára þegar hann framdi brotin og með tilliti til þess var refsingin lækkuð.


————————————————- —————–

Nú ert þú vonandi búin að lesa þessar tvær greinar og veist hvað verið að tala um í þeim. Eins og ég skil þetta, þá finnst réttarkerfinu okkar, hérna á Íslandi miklu verra ef að þú stelur heldur en ef að þú eyðileggur líf einhvers.
Núna megið þið alls ekki halda að ég sé að andmæla því að hann fékk ársdóm. Þvert á móti, það er bara fínt, hefði þess vegna mátt vera 1 og hálft ár! En það sem að mér finnst að er það að maðurinn í seinni fréttinni þarf BARA að sitja inni í 3 mánuði!! Fyrir misnotkun á hvorki meira né minna en 3 stelpum! Það má semsagt segja að hann hafi fengið 1 mánuð fyrir hverja af þeim!
Ég veit vel að þessi í fyrri dómnum (þjófurinn) var á skilorði, það skiptir samt engu máli fyrir mér, hvað varðar að útaf því hafi hann fengið hærri dóm heldur en hinn. Það er sannað að misnotarinn braut ítrekað gegn stelpunum. Þannig að það er alveg hægt að hugsa það sem þannig að báðir höfðu þeir tækifæri til að sjá að sér og gerði það hvorugur.
Síðan er reynt að verja þetta mál, að á þessum tiltekna tíma hafi misnotandinn verið á aldrinum 15-18 ára og þess vegna hafi dómurinn verið lækkaður.
Ég efast ekki um það, að á þessum aldri (15-18 ára) hafi hann vel vitað hvað hann var að gera. Ef ekki þá hefur hann verið staðnaður í þroska en ekki er minnst á það í dómnum! Mér finnst að þetta svokallaða “réttarkerfi” hérna á Íslandi verði að vera endurskoðað.
Að hlutir geti líka fyrnst finnst mér fáránlegt.
Sum fórnarlömb byrgja inni með sér reynslu þangað til að þau eru tilbúin að segja og á þá að segja við þau…sorry þú ert bara of sein/n. Hefðir átt að segja þetta fyrr. Sumir eru meira að segja lengi að átta sig á því að þetta hafi virkilega gerst og halda að það sé bara alltaf eitthvað sem að þeir hafi ímyndað sér. Þetta tekur allt tíma að komast í ljós og þess vegna endurtek ég að mér finnst fáránlegt að glæpamaðurinn sleppi vegna þess að fórnarlambið var “of lengi” að melta þetta og átta sig á hlutunum!
Ég vil þakka fyrir það að þið enntust til að lesa þessa grein og að hún hafi eitthvað til síns máls.

Þið ykkar sem enn efist um þennan dóm og finnst hann enn of harður, hérna birti ég hluta úr dómnum og sýni ykkur svart á hvítu hvað þetta mál snýst um:

———————————————— —–
A. Brot gegn G, fæddri árið 1982.
1. Með því að hafa frá árinu 1992 til september 1996 á heimili stúlkunnar að [...], margoft káfað á kynfærum hennar og farið með fingur inn í þau.
2. Með því að hafa frá árinu 1997 til ágúst 1999 á heimili stúlkunnar að [...], margoft káfað á kynfærum hennar og sett fingur inn í þau.
Telst brot samkvæmt 1. tölulið varða við fyrri málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum og brot samkvæmt 2. tölulið við 209. gr. sömu laga.

B. Brot gegn H, fæddri 1989.
Með því að hafa á tímabilinu frá október 1994 til júlí 1995 á heimili stúlkunnar að [...], í nokkur skipti lagst ofan á hana og viðhaft samfarahreyfingar.
Telst þetta varða við síðari málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum.

C. Brot gegn K, fæddri 1987.
Með því að hafa á sex til átta mánaða tímabili á árinu 1995, á heimili stúlkunnar að [...], margoft afklætt stúlkuna að neðan, káfað á kynfærum hennar og átt við hana kynferðismök með því að setja lim sinn við eða inn í kynfæri hennar.
Telst þetta varða við fyrri málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum.

—————————————- ———————–

Hvað finnst ykkur þá núna?

Takk fyrir
Alexei
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making