Með eða á móti lögleiðingu kannabiss ? Mig langaði bara að skjóta inn smá grein sem ég sá á netinu
Þessi grein útskýrir hræðslu almennings við maríúana !

Þrátt fyrir að kannabisefni hafi um aldaraðir notið virðingar
sem lyf hafa þau frá því á fjórða áratugnum verið fordæmd og
álitinn hættuleg fíkniefni. Á liðnum árum hefur hins vegar færst
í vöxt að læknar og sjúklingar með margvísleg mein geri kröfu
um að þau fáist út á lyfseðla. Eru hass og maríúana ef til vill
undralyf framtíðarinnar?


Dr. Lester Grinspoon, prófessor í geðlækningum við
Harvard-háskóla og höfundur bókanna ,,Endurmatið á
maríúana“ (Marihuana Reconsidered) og ,,Maríúana –
Forboðinn læknisdómur” (Marihuana, the Forbidden
Medicine), lýsir eigin sinnaskiptum þannig:

,,Þegar ég hóf að rannsaka maríúana árið 1967, var ég ekki í
nokkrum vafa um að það væri sérlega skaðlegur vímugjafi
sem væri því miður notaður af sívaxandi hópi treggáfaðs ungs
fólks er vildi ekki hlýða á eða gat ekki skilið viðvaranir um
hættur þess. Ætlun mín var að afmarka vísindalega eðli og
umfang hættunnar. Næstu þrjú árin, á meðan ég fór vandlega
yfir lesmál vísindamanna, lækna og leikmanna um efnið, tók
afstaða mín að breytast. Það rann upp fyrir mér að, ég, líkt og
margir aðrir í þessu landi, hafði verið heilaþveginn. Trú mín á
skaðsemi maríúanabyggðist ekki á traustum
raunvísindalegum grunni.
Þegar ég hafði lokið heimildaleit minni, sem var undirstaða
nýrrar bókar, var ég orðinn sannfærður um að kannabis væri
talsvert skaðminna en tóbak og alkóhól, algengustu löglegu
fíkniefnin.“

Maríúana löglegt glákulyf !

frásögn sjúklings:

,,Árið 1972 sagði einn fremsti augnlæknir landsins mér að ég
væri með ólæknandi gláku og yrði blindur innan við þrjú, í
mesta lagi fimm ár. Síðan eru liðinn meir en tuttugu ár og
sjónin hefur sjaldan verið betri,”

sagði Randall sem þá var orðinn formaður landssambands
um kannabislækningar.


Vitað er að Viktoría Bretadrottning notaði maríúana til að
stemma stigu við tíðaverkjum. Liðlega hundruð lærðra
ritgerða birtust í læknaritum um græðandi eiginleika
kannabislyfja. Árið 1890 tók breski læknirinn J.B. Reynolds
saman þrjátíu ára reynslu af notkun kannabis og komst að
þeirri niðurstöðu að það væri með gagnlegustu lyfjum sem
læknum stæði til boða. Honum þótti sýnt að það kæmi að liði
við að lækna og fyrirbyggja mígreni og ráða bót á astma,
svefnleysi, taugapínu og þunglyndi. Reynolds benti ennfremur
á að virkni hamptiktúra héldist mánuðum, jafnvel árum
saman, án þess að auka þyrfti lyfjaskammtinn. Kannabis naut
einnig almennra vinsælda sem hressingarlyf og var hægt að
kaupa það í ýmsum myndum í lyfjabúðum.

Krabbameinssjúklingur segir frá :

júkrunarfræðingur sem sá að ég var að veslast upp vegna
lyfjanna trúði mér fyrir því að kannabis kæmi stundum að
gagni í svipuðum tilfellum. Eins og komið var fyrir mér var ég
tilbúinn að reyna hvað sem er. Breytingarnar sem urðu eftir að
ég byrjaði að reykja voru ótrúlegar. Ógleðin hvarf eins og dögg
fyrir sólu, ég fór að borða reglulega, enda matarlystin með
ólíkindum. Ég fitnaði um tæp tuttugu kíló á aðeins einum
mánuði. Ég svaf eðlilega, fyrsta sinn í mörg ár, og fór að geta
farið út á meðal fólks á nýjan leik. Fyrstu mánuðina reykti ég
hass, en núna reyki ég eingöngu maríúana sem ég rækta
sjálfur. Ég kann betur við grasið vegna þess að áhrifin eru
mildari, hassvíman er of krefjandi fyrir minn smekk.

“Ég vona að þessi grein sem þú ert að skrifa opni augu fólks.
Veki umræðu. En eins og málum er háttað þá efast ég um að
hún verði einu sinni birt.”
Íslenskur krabbameinssjúklingur

Ef allt væri með felldu fengi ég maríúana frá lækninum mínum
eins og önnur lyf sem ég þarf á að halda. Hann getur gefið
mér morfín ef hann telur mig þurfa þess með, hvers vegna
ekki maríúana? Fyrir mér er það spurning um líf og dauða.
Maríúana gerði mér kleift að endurheimta sjálfsvirðinguna.
Mér finnst ég vera orðinn mennskur á ný. Samt sem áður verð
ég að pukrast með það inná klósetti eins og glæpamaður.

“Ég vona að þessi grein sem þú ert að skrifa opni augu fólks.
Veki umræðu. En eins og málum er háttað þá efast ég um að
hún verði einu sinni birt.”

Íslenskur krabbameinssjúklingur.


Tekið af :
http://www.sigurfreyr.com/kannabis_lyf.html

Afsakið hvað þetta er löng grein ég gat bara ekki hætt : )

Með kveðju: Dulli með lögleiðingu kannabiss
(í lækningaskyni)