Þetta er nú kannski ekki beint það heitasta umræðu efnið í dag. En mér finnst þetta vera það mikilvægt að ég ætla að skrifa eitthvað um það.

Hér ætla ég að ræða um það sem vantar upp á þannig að samkynhneigðir (hommar og lesbíur) verði jafnrétthá og gagnkynhneigðir einstaklingar.

Börn-fyrir mörgum samkynhneigðum einstaklingum er þetta mjög mikilvægt. Þeir vilja hafa þann rétt að ala upp barn. Hommar og lesbíur vilja fá réttin að ættleiða börn. Þessir réttur sem hvert okkar hefur sem eru gift. Við getum sótt um að ættleiða börn, samkynhneigðum er neitað á forsendum kynhneigðar. Réttlátt samfélag?

Gervifrjóvgun- ég heyrði það (hef samt ekki fengið það staðfest, þannig að ef einhver veit betur þá leiðréttir hann mig bara) að lesbíur er meinað að fara í gervifrjóvgun. Jafnvel þó að þær séu í staðfestri sambúð.

Blóðbankinn- ef þú hefur sofið hjá sama kyni og ert karlmaður (þ.e.a.s hommi) þá er þér meinað að gefa blóð. Þú gætir logið og fengið að gefa blóð en hver vill það? Nei, það hefur líka sínt sig að þeir eru ekki í mestu hættuni upp á alnæmi og það er líka komnar það fullkomnin tækni þannig að það er bara hægt að tjékka á þessu. Já, karlmönnum sem hafa stundað örugt kynlíf er meinað vegna kynhneigðar að gefa blóð.

Þetta eru helstu réttindaatriðin sem ég man eftir í augnablikinu.

Mér finnst þessi réttindi þeirra vera sjálfsögð!
Siva