Góðan dag/kvöld

Nýjasta stóra stökkið í sögu mannkynsins er líklega netvæðingin og tölvubyltingin sem hefur átt sér stað á seinasta áratug og áratugnum þar á undan. Tölvur hafa haft það mikil áhrif á líf okkar að fólkið sem fæddist á þessum árum hefur fengið samheitið @kynslóðin.
Þessi tölvuvæðing hefur komið af stað umbreytt samskiptum okkar, við getum átt samskipti við fólk hinum megin á hnettinum á örfáum sekúndum, downloadað klámi, sótt upplýsingar fyrir nám og vinnu og heimsótt leikjasíður ef okkur leiðist í vinnunni.
Mig langar til að brydda á umræðu um afleiðingar þessa nýjunga, eru tölvurnar að taka yfir eins og sumar sci fi myndir spá fyrir um í myndum eins og terminator og Matrix. Stafar mannfólkinu ógn af þeim?
Þið eruð eflaust ósammála enda líklega tölvunördar eins og ég sem hanga á síðum eins og huga.
Hefur þessi bylting leitt til aukinnar sköpunnar á sviði vísinda og lista þar sem fólk hefur aðgang að fleiri upplýsingum en nokkurn tímann áður.
Eru kannski upplýsingar á netinu of vantreystandi til að koma að gagni?
Hefur það aukið framleiðslu eða hefur dregið úr henni þar sem sumt fólk hefur orðið háð klámi eða tölvuleikjum á netinu? Hefur það haft slæm áhrif á vinnumarkaðin?
Hefur það ýtt undir ofbeldi? (klisja) Hefur það ýtt undir nauðganir? Eða hefðu þessir barnaklámhringir vaxið alveg jafnhratt án þess?
Eru áhrifin í heild jákvæð?
Eru þau neikvæð?

Það má segja að þetta sé í raun bara skoðannakönnun, en spurningarnar sem ég spyr krefjast ýtarlegri svara en fyrir venjulega huga könnun.

Með von um skemmtilega umræðu og helst fá fólk ósammála svo það þurfi að rökstyðja svörin sín skemmtilega.

fabilius